Kaldaklof er svæði innan Friðlands að Fjallabaki sem nær yfir jarðhitann í Háuhverum, Kalda- og Heitaklofi og þaðan upp undir Torfajökul.
Kaldaklof

Kaldaklof nefnist það svæði sem nær yfir jarðhitann í Háuhverum, Kalda- og Heitaklofi og þaðan upp undir Torfajökul. Líparíthraun og móbergsmyndanir einkenna svæðið en einnig er þarna mikil hveravirkni. Á Torfajökulsvæðinu er jarðhita helst að finna í sjö þyrpingum, þ.e. við Landmannalaugar, Blautukvísl, Vestur- og Austur- Reykjadali, Ljósártungur, Jökultungur og Kaldaklof. Ná jarðhiti og jarðhitamerki á svæðinu yfir um 200 km2 svæði og eru öll svæðin í Friðlandi að fjallabaki og því utan laga um verndar-og orkunýtingaráætlun. Ekki stendur til að virkja á svæðinu.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is