Kennaranámskeið var haldið í Alviðru 10. október s.l.
Yfirskrift námskeiðsins var „Nám og kennsla um lífríkið í fersku vatni“ Leiðbeinandi á námskeiðinu var Stefán Bergmann höfundur bókarinnar „Lífríkið í fersku vatni“ Fullbókað var á námskeiðið en þátttakendur voru 16. Unnið var bæði úti og inni, farið var í þætti eins og hvar er best að taka sýni og hvað er að finna í vatninu. Gengið var að Soginu og sýni tekin þar og í bæjartjörninni. Sýnin voru svo skoðuð og greind í viðsjám og smásjám.
Almenn ánægja var með námskeiðið og vill Alviðra þakka bæði þátttakendum og ekki síst Stefáni Bergmann fyrir vel heppnaðan dag.
Ábendingar um áhugaverð efni fyrir námskeið af þessu tagi eru vel þegin. Ábendingar má senda í tölvupósti á hjordis@landverd.is og í síma 482 1109 og 898 1738.