Kjalölduveita – atlaga að perlu hálendisins?

Þjórsárver eru hjarta landsins. Einstakt votlendi þar sem samspil elds og ísa er augljóst. Ljósmynd: Ellert Grétarsson
Þjórsárver eru hjarta landsins. Einstakt votlendi þar sem samspil elds og ísa er augljóst. Ljósmynd: Ellert Grétarsson
Tryggvi Felixson, formaður Landverndar skrifar um virkjunaráform Landsvirkjunar í og við Þjórsárver í gegnum tíðina í tilefni af því að Alþingi ákvað í vor að taka virkjanakostinn Kjalölduveitu úr verndarflokki rammaáætlunar og setja í biðflokk.
Þjórsárver eru hjarta landsins. Einstakt votlendi þar sem samspil elds og ísa er augljóst. Ljósmynd: Ellert Grétarsson

Tryggvi Felixson, formaður Landverndar skrifar um virkjunaráform Landsvirkjunar í og við Þjórsárver í gegnum tíðina í tilefni af því að Alþingi ákvað í vor að taka virkjanakostinn Kjalölduveitu úr verndarflokki rammaáætlunar og setja í biðflokk.

 Á und­an­förnum ára­tugum hefur Lands­virkjun haft auga­stað á Þjórs­ár­verum og mörg áform fyr­ir­tækis um uppi­stöðu­lón þar kom­ist á rek­spöl. Fram til þessa hefur tek­ist að koma í veg fyrir áform sem spillt hefðu ver­unum vestan Þjórsár – en aust­an­megin voru gerð um 30 km2 lón sem breyttu ásýnd, höfðu tals­verð áhrif á nátt­úru­far svæð­is­ins og minnk­uðu rennslið í efri hluta árinnar um helm­ing.

Heima­menn í Gnúp­verja­hreppi, sem þekkja dýrð Þjórs­ár­vera manna best, lögðu mikla áherslu á verndun þeirra. Víð­tækar rann­sóknir á nátt­úru­fari svæð­is­ins sýndu að vernd­ar­gildi Þjórs­ár­vera er ein­stakt. Fyrsta til­laga um verndun kom fram 1961 en síð­ari rann­sóknir veittu for­sendur og sterk rök fyrir ákvörð­unum um frið­lýs­ingu, bæði innan Nátt­úru­vernd­ar­ráðs og ramma­á­ætl­un­ar. 

Hér var því hægt að setja punkt­inn eftir margra ára­tuga bar­áttu fyrir fyrir verndun Þjórs­ár­vera. En vorið 2022 tók Alþingi tók skarpa beygju í mál­inu, þegar meiri­hluti þing­manna huns­aði öll fag­leg rök og kom mál­inu aftur á dag­skrá með því að taka Kjalöldu­veitu[1] úr vernd­ar­flokki, eins og verk­efn­is­stjórn 3. áfanga ramma­á­ætl­unar hafði lagt til. 

Nú bíður það verk­efni nátt­úru­vernd­ar­fólks og heima­manna í Gnúp­verja­hreppi, með lið­sinni nátt­úru­vís­ind­ind­anna, að sam­ein­ast í bar­átt­unni gegn þessum áform­um. Þá er gagn­legt að rifja stutt­lega upp það helsta í bar­áttu­sög­unni und­an­farna ára­tug­i[2].

Þjórs­ár­ver eru þjóð­ar­ger­semi

Þjórs­ár­ver eru ver­öld and­stæðna. Jök­ull­inn og vatnið sem frá honum streymir sem ár, lækir, kvíslar og tjarn­ir, eru lífæð gróð­urs og dýra.Á þeim svæðum sem líf­æðin nær ekki til gapa auðnir og eyði­mörk. 

En í ver­unum er gróður hins vegar sam­felld­ur, öfl­ugur og fjöl­breyttur og fuglar fylla loft­in. Víða undir gróðr­inum er sífreri sem mótar fag­urt munstur í land­inu. Lands­lagið er stór­feng­legt! Kerl­ing­ar­fjöll í vestri, bungur Hofs­jök­uls í norðri og austar Arna­fell mikla. Sprengi­sandur og Tungna­fells­jök­ull taka við þegar litið er til aust­urs. Í fjarska gnæfa Vatna­jök­ull og Hágöngur sem vörður í land­inu. Þetta eru mögnuð víð­erni. Í grein­ingu ramma­á­ætl­unar voru verin metin sem eitt af verð­mæt­ustu svæðum hálend­is­ins. 

Að hjarta Þjórs­ár­vera fara ekki margir, en í jaðr­inum er tals­verð umferð. Verin gætu orðið einn af horn­steinum Hálend­is­þjóð­garðs. Ef marka má þar til bæra erlenda sér­fræð­inga, gæti svæðið og umhverfi þess átt heima á heimsminja­skrá Menn­ing­ar­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna ásamt Þing­völl­um, Surtsey og Vatna­jök­uls­þjóð­garði.

Frið­un­ar­bar­átta bar árangur
Umræðan um verndun eða virkjun Þjórs­ár­vera hófst á sjötta ára­tug síð­ustu aldar með grein Finns Guð­munds­sonar fugla­fræð­ings í Nátt­úru­fræð­ingn­um. Þar segir hann svæðið svo ein­stakt sem lands­lag, gróð­ur­far og dýra­líf, að frá fræði­legu og menn­ing­ar­legu sjón­ar­miði teldi hann það „höfuð nauð­syn að þar verði engu rask­að.“[3] Fimm­tíu ár eru liðin frá því að fjöl­mennur fundur í Árnesi í Gnúp­verja­hreppi þann 9. mars 1972 sýndi ein­hug heima­manna og lýsti yfir algjörri and­stöðu við áform um uppi­stöðu­lón i Þjórs­ár­ver­um. Sá við­burður og stíflu­sprengja Mývetn­inga, sem hristi ræki­lega upp í sam­fé­lag­inu, voru tíma­mót í nátt­úru­vernd­ar­bar­áttu á Íslandi.

Vís­inda­menn lögðu grunn­inn að hald­góðum rökum fyrir vernd Þjórs­ár­vera. Rann­sóknir hófust 1971 og var Arn­þór Garð­ars­son í for­svari[4]. Á grunni þeirra rann­sókna byggði frið­lýs­ingin 1981. Önnur straum­hvörf voru nið­ur­stöður rann­sókna Þóru Ellenar Þór­halls­dótt­ur, sem hófust eftir 1981 og stóðu í um ára­tug. Nið­ur­stöð­urnar styrktu enn frekar vís­inda­leg rök fyrir frið­lýs­ing­unni og reynd­ust hald­góð rök gegn virkj­un­ar­á­form­um, enda urðu þær grund­völlur nei­kvæðrar afstöðu bæði Þjórs­ár­vera­nefndar og Nátt­úru­verndar rík­is­ins afstöðu gagn­vart til­lögu um Norð­linga­öldu­veitu

Nátt­úru­vís­inda­menn höfðu þegar lagt fram hald­bær gögn um mik­il­vægi Þjórs­ár­vera en Gnúp­verja fund­ur­inn í Árnesi 1972 var án efa þungt lóð á vog­ar­skálar vernd­un­ar. Í fram­hald­inu vann Nátt­úru­vernd­ar­ráð gott starf og að lokum náð­ist sátt árið 1981 um að vernda hluta svæð­is­ins. Lands­virkjun lét þá tíma­bundið af ásókn í vatnið vestan Þjórs­ár, hóf vinnu við Kvísla­veitu sem safn­aði saman vatn­inu austan Þjórsár og hugði einnig á land­vinn­inga á Eyja­bökk­unum norðan Vatna­jök­uls, hug­mynd sem síðar var aflögð með til­komu Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Nátt­úru­vernd­ar­fólk var þá von­gott um að Þjórs­ár­ver vestan Þjórsár væru komin í skjól, enda höfðu nið­ur­stöður rann­sókna Þóru Ellen­ar, sem fram komu árið 1994, stað­fest vernd­ar­gildi Þjórs­ár­vera og studdu það mat að ekki mætti virkja þar án þess að spilla Þjórs­ár­ver­um.

Ný atlaga Lands­virkj­unar
Varla hafði Lands­virkjun lokið við að reisa Kvísla­veitu þegar fyr­ir­tæk­ið, þrátt fyrir nið­ur­stöður rann­sókna Þóru Ellen­ar, sótt­ist aftur eftir að fá að virkja vatnið í Þjórs­ár­verum vestan Þjórsár með Norð­linga­öldu­veitu. Það auð­veld­aði þá ásókn að fyrst Nátt­úru­vernd­ar­ráð og síðar Nátt­úru­vernd rík­is­ins, sem tók við hlut­verki þess, voru lögð nið­ur. Umhverf­is­stofnun tók við verk­efnum þess­ara stofn­ana árið 2002 og tók þá afdrifa­ríku ákvörðun að heim­ila Lands­virkjun frek­ari und­ir­bún­ing að Norð­linga­öldu­veit­u,[5] en frið­lýs­ing­ar­á­kvæðin frá 1981 heim­il­uðu það ef rann­sóknir sýndu að það spillti ekki Þjórs­ár­ver­um.

Heima­mönn­um, undir for­ystu Más Har­alds­sonar odd­vita, var ekki skemmt við þessa nýju atlögu að ver­un­um. Þjórs­ár­vera­nefnd undir stjórn Gísla Más Gísla­sonar pró­fess­ors lagði fram vís­inda­leg rök til varnar hinum verð­mætu Þjórs­ár­verum en stjórn­mála­leið­togar þrýstu á ein­staka nefnd­ar­menn að láta und­an. Nátt­úru­vernd sam­tök höfðu á þessum tíma eflst og lögð lóð á vog­ar­skál vernd­un­ar. Sam­staðan um verndun var því víð­tæk; fræða­sam­fé­lag­ið, heima­menn, Þjórs­ár­vera­nefnd og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök.

Ekki tókst atlaga Lands­virkj­unar að Þjórs­ár­verum í þetta sinn frekar en áður. Málið stoppað í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur árið 2006 þar sem úrskurður Jóns Krist­jáns­sonar setts umhverf­is­ráð­herra vegna kæru sem fram hafði kom­ið, var að hluta dæmdur ólög­mæt­ur. Þrátt fyrir sífelldan þrýst­ing Lands­virkj­unar og virkj­ana­sinn­aðra stjórn­valda varð nið­ur­staða ramma­á­ætl­unar 2[6] á sama veg; áhrifa­svæði Norð­linga­öldu­veitu var sett í vernd­ar­flokk. Voru vernd­ar­sinnar nú von­góðir um að árás­ar­þrek Lands­virkj­unar færi dvín­andi.

Lands­virkjun brýnir vopnin enn á ný
Því miður tók Lands­virkjun fljótt aftur upp þráð­inn og kynnti til sög­unnar fleiri útgáfur af veitu­fram­kvæmdum rétt sunnan við friðlands­mörk Þjórs­ár­vera. Nýjasta hug­mynd­in, og sú sem Alþingi tók úr vernd­ar­flokki í byrjun sum­ars, gengur undir nafn­inu Kjalöldu­veita[7]. Hug­myndin er að veita vatni úr Þjórsá til aust­urs svo það nýt­ist til raf­orku­fram­leiðslu í fyr­ir­liggj­andi orku­mann­virkjum á Þjórs­ár-Tungna­ár­svæð­inu. Til þess þarf að gera tæp­lega 3 km2 lón við jaðar friðlands­ins og skurði austur fyrir Þjórsá. Dæla þarf vatn­inu upp í Þór­is­vatn en vatns­borð þess liggur hærra en lóns­ins. Foss­arnir fögru í efri­hluta Þjórs­ár, m.a. hin ein­staki foss Dynkur, yrðu með þessu að spræn­um.

Atlaga að Þjórs­ár­verum í boði Alþingis
Verk­efna­stjórn þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar taldi Kjalöldu­veitu aðeins nýja útgáfu af Norð­linga­öldu­veitu og áhrifa­svæði hennar ætti því heima í vernd­ar­flokki. Lands­virkjun hef­ur, þrátt fyrir þessa nið­ur­stöðu, haldið Kjalöldu­veitu til streitu – já, Lands­virkjun hefur beitt sér af þunga gagn­vart stjórn­völdum og þing­mönnum í því skyni að fá þessi áform í gegn. Þessi þrýst­ingur Lands­virkj­unar á eflaust ríkan þátt í því að meiri­hluti Alþingis fór að til­lögu Lands­virkj­unar án þess að leggja fram fag­legan rök­stuðn­ing, sem bera að gera skv. lögum þar um. Áhrifa­svæði Kjalöldu­veitu var flutt úr vernd­ar­flokki í bið­flokk. Með þeirri ákvörðun hafa rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir stofnað til áfram­hald­andi átaka um verndun Þjórs­ár­vera.

Bar­áttan heldur áfram
Nátt­úru­vernd­ar­fólk hefur oft ekki haft erindi sem erf­iði í bar­átt­unni gegn þeim sem vilja byggja grodda­leg mann­virki sem spilla verð­mætu líf­ríki, lands­lagi og víð­ern­um. Engu að síður sýnir bar­áttan fyrir verndun Þjórs­ár­vera að vand­aðar vís­inda­rann­sókn­ir, bar­áttu­þrek, úthald og sam­staða heima­manna og nátt­úru­vernd­ar­sam­taka getur skilað árangri.

Núver­andi áformin um Kjalöldu segja margir að séu lítil og sak­laus í sam­an­burði við það sem stóð til fyrr á árum. Það breytir þó ekki þeirri stað­reynd að ráð­gerðar fram­kvæmdir yrðu afar ljótur blettur á einu verð­mætasta víð­erni hálend­is­ins og tæki vatnið af foss­unum fögru í efri hluta Þjórs­ár. Það hefur nú opin­ber­ast að fyr­ir­tækið Lands­virkjun er óstöðv­andi í við­leitni sinn til að fá vatnið úr Þjórs­ár­verum og foss­unum fögru til eigin nota. Við þessar raunir bæt­ist það áfall að meiri­hluti Alþing­is­manna hefur með atkvæði sínu stað­fest að þeir hafa ekki þrek til að standa með raun­veru­legri nátt­úru­vernd þegar á reyn­ir. Fögur orð og fyr­ir­heit um vernd ein­stakrar nátt­úru eru létt­væg þegar virkj­anama­sk­ínan kallar á meiri raf­orku – og það í landi sem hefur nú þegar miklu meiri raf­orku til skipt­anna en nokkur önnur þjóð. Það er alkunna að eft­ir­spurn eftir ódýrri orku er óþrjót­andi og eftir­spurnin óseðj­andi. Það er því enn verk að vinna til tryggja var­an­lega vernd Þjórs­ár­vera. Bar­áttan heldur því áfram.

Höf­undur er for­maður Land­verndar og situr í stjórn félags­ins Vinir Þjórs­ár­vera.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 30. ágúst 2022. 


Heim­ildir og neð­an­máls­grein­ar:

[1] Sjá upp­lýs­ingar um Kjalöldu­veitu á nátt­úru­korti Land­vernd­ar.

[2] Í þess­ari stuttu grein er stiklað á stóru. Í bók Guð­mundar Páls Ólafs­son­ar, „Hern­að­ur­inn gegn land­inu ÞJÓRS­ÁR­VER“ er ágætt sögu­legt yfir­lit í kafla sem heitir Virkj­ana- og bar­áttu­saga.

[3]https://tima­rit.is/pa­ge/1041234#pa­ge/n7/mode/2up

[4] Bret­inn Peter Scott vann að rann­sóknum á heið­ar­gæs­inni í Þjórs­ár­verum á árunum 1951 til 1953. Með honum starf­aði Finnur Guð­munds­son fugla­fræð­ingur sem gaf svæð­inu sem heild heitið „Þjórs­ár­ver“. Þessar rann­sóknir sýndu mik­il­vægi svæð­is­ins fyrir heið­ar­gæsa­stofn­inn.

[5] Und­ir­bún­ingur Norð­linga­öldu­veitu hófst með samn­ingum um frið­lýs­ingu árið 1981, enda heim­il­aði samn­ing­ur­inn það ef það spillti ekki Þjórs­ár­verum að mati Nátt­úru­vernd­ar­ráðs. Til­lögur um hæð lóns­ins tóku breyt­ingum á tíma­bil­inu og síð­asta útgáfan, Norð­linga­alda án setlóns, mið­að­ist við 567,5 m.y.s. Ramma­á­ætlun II tók þá hug­mynd af dag­skrá.

[6] Svæðið hefur verið metið í öllum fjórum áföngum Ramma­á­ætl­un­ar, fyrst árið 2004, og nið­ur­staðan alltaf verið sú sama.

[7] Skýrsla Orku­stofn­unar frá 2015, R3156A Kjalöldu­veita: https://orku­stofn­un.is/­gogn/­Skyr­sl­ur/OS-2015/OS-2015-02-Vi­d­auki-50.pdf

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd