Stjórn Landverndar tekur heilshugar undir greinagerð með frumvarpi til laga um umferðarlög (lækkun hámarkshraða) og styður samþykkt þess.
Minni hraði er mikilvægur fyrir lýðheilsuþar sem hann myndi draga úr loftmengun í þéttbýli, auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda og auka líkur á því að fleiri gangi og hjóli.
Með minni hraða dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda á hvern ekinn kílómetra hjá þeim bílum sem brenna jarðefnaeldsneyti.