Loftslagsmál snerta alla á jörðinni, vinnum saman að bættu loftslagi, landvernd.is

Lagafrumvarp um lækkað eldsneytisverð

Það er mikilvægara að líta til langs tíma og búa í haginn fyrir sjálfbærari samgöngur á Íslandi og nýta þann hvata sem felst í háu eldsneytisverði til þess að auka hlut umhverfisvænni samgöngumáta, bæði hvað varðar almenningssamgöngur, flutninga og einkabifreiðar.

Landvernd hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um lækkun á eldsneytisverði.

Áhyggjur vegna áhrifa hækkandi eldsneytisverð á afkomu heimila og þjóðarhags eru eðlilegar. Stjórn Landverndar telur þó varasamt að grípa til breytinga á gjöldum og sköttum sem lækka eldsneytisverð. Flest bendir til þess að til lengri tíma litið þurfi íslenskt samfélag að búa við hátt eldsneytisverð, og aðlaga sig að því ástandi.

Greinargerð Alþjóða orkumálastofnunarinnar (IEA) um framtíðarhorfur bendir til þessa, en samkvæmt henni má búast við viðvarandi hækkandi eldsneytisverði . Það er mikilvægt að allir aðilar í samfélaginu aðlagist þessu. Það verður hinsvegar ekki gert með tímabundnum aðgerðum stjórnvalda til að færa verðið niður. Það er mikilvægara að líta til langs tíma og búa í haginn fyrir sjálfbærari samgöngur á Íslandi og nýta þann hvata sem felst í háu eldsneytisverði til þess að auka hlut umhverfisvænni samgöngumáta, bæði hvað varðar almenningssamgöngur, flutninga og einkabifreiðar.

Lesa umsögn Landverndar

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.