Sjókvíaeldi á laxi hefur fimmtíufaldast á árunum 2012 - 2023. Áform eru um gríðarlega aukningu því til viðbótar.

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. Mikilvægt er að engin atvinnugrein í lagareldi vaxi stjórnlaust, engar greinar lagareldis styðjist við vanmáttuga stjórnsýslu, lélegt eftirlit og skort á rannsóknum.

Stjórn Landverndar sendi matvælaráðuneytinu umsögn um nýja stefnu um uppbyggingu og umgjörð lagareldis til ársins 2040. 

Vonandi kemur stefnan og aðgerðir sem byggjast á henni í veg fyrir að fleiri gerðir lagareldis valdi viðlíka tjóni á umhverfinu og sjókvíaeldi hefur gert. Landvernd bendir einnig á að stefnan þurfi að taka á því hvernig takmarka skuli tjón af því sjókvíaeldi sem þegar er til staðar. 

Stjórnlaust sjókvíaeldi

Sjókvíaeldi við Íslandsstrendur hefur fimmtugfaldast á síðustu ellefu árum og áform eru um stóraukningu fram til ársins 2040. Ríkisendurskoðun fjallaði um sjókvíaeldi eftir ítarlega úttekt fyrr á árinu. Niðurstaðan var sláandi: 

„Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd og ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Breytingum á lögum um fiskeldi hefur ekki verið fylgt eftir með styrkingu stjórnsýslu og eftirlitsstofnana.“

Varúð getur komið í veg fyrir umhverfisslys

Ofvöxtur og risaframkvæmdir á sviði allra greina lagareldis hljóta óhjákvæmilega að ógna lífríki og náttúru, því er nauðsynlegt er að fara varlega í sakirnar svo Íslendingar sitji ekki uppi með fleiri umhverfisslys á borð við þau sem sjókvíaeldið hefur valdið. 

Látum ekki hagsmunaaðila skilgreina leikreglurnar

Þá er bent á mikilvægi þess að ekki sé byggt á rannsóknum frá hagsmunaaðilum, eins og gerðist þegar áhættumat sjókvíaeldis var skilgreint. 

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.