Sjókvíaeldi á laxi hefur fimmtíufaldast á árunum 2012 - 2023. Áform eru um gríðarlega aukningu því til viðbótar.

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. Mikilvægt er að engin atvinnugrein í lagareldi vaxi stjórnlaust, engar greinar lagareldis styðjist við vanmáttuga stjórnsýslu, lélegt eftirlit og skort á rannsóknum.

Stjórn Landverndar sendi matvælaráðuneytinu umsögn um nýja stefnu um uppbyggingu og umgjörð lagareldis til ársins 2040. 

Vonandi kemur stefnan og aðgerðir sem byggjast á henni í veg fyrir að fleiri gerðir lagareldis valdi viðlíka tjóni á umhverfinu og sjókvíaeldi hefur gert. Landvernd bendir einnig á að stefnan þurfi að taka á því hvernig takmarka skuli tjón af því sjókvíaeldi sem þegar er til staðar. 

Stjórnlaust sjókvíaeldi

Sjókvíaeldi við Íslandsstrendur hefur fimmtugfaldast á síðustu ellefu árum og áform eru um stóraukningu fram til ársins 2040. Ríkisendurskoðun fjallaði um sjókvíaeldi eftir ítarlega úttekt fyrr á árinu. Niðurstaðan var sláandi: 

„Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd og ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Breytingum á lögum um fiskeldi hefur ekki verið fylgt eftir með styrkingu stjórnsýslu og eftirlitsstofnana.“

Varúð getur komið í veg fyrir umhverfisslys

Ofvöxtur og risaframkvæmdir á sviði allra greina lagareldis hljóta óhjákvæmilega að ógna lífríki og náttúru, því er nauðsynlegt er að fara varlega í sakirnar svo Íslendingar sitji ekki uppi með fleiri umhverfisslys á borð við þau sem sjókvíaeldið hefur valdið. 

Látum ekki hagsmunaaðila skilgreina leikreglurnar

Þá er bent á mikilvægi þess að ekki sé byggt á rannsóknum frá hagsmunaaðilum, eins og gerðist þegar áhættumat sjókvíaeldis var skilgreint. 

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.