Landeldi

Landeldi á laxi í Ölfusi

Fyrirtækið Geo Salmo hyggur á viðamikið landeldi á laxi í Ölfusi. Landvernd gerir ýmsar athugasemdir við áformin og vill nánari útskýringar á orkunotkun, breytingu á grunnvatni, hreinsun frárennslis, ásýnd landslags og vernd jarðminja m.a.

Landslagsvernd

Með þeim miklu mannvirkjum sem áformuð eru, yrði skorin drjúg sneið af  verðmætri landslagsheild frá Ísólfsskála, um Herdísarvík, Strandarkirkju til Þorlákshafnar. Stjórn Landverndar telur að of lítið sé gert úr neikvæðum landslagsáhrifum í frummatsskýrslunni. Jafnframt telur stjórnin að leggja verði meiri áherslu og metnað í hönnun mannvirkja og varnargarða til að draga megi neikvæðum  ásýndaráhrifum.

Jarðminjar

Stöðin yrði að öllu leyti byggð á hraunum frá nútíma en svo virðist sem ákvæði í lögum um vernd slíkra svæða hafi enga meiningu. Samkvæmt náttúruverndarlögum verða framkvæmda aðila að sýna fram á að brýn nauðsyn sé fyrir því að reisa og reka stöðina. Stjórn Landverndar kallar eftir haldgóðum skýringum á þessu.

Grunnvatn

Hlíðarvatn er náttúruperla á svæðinu, þar er ríkt fuglalíf og er vatnið nýtt til veiða og útvistar. Í skýrslunni kemur fram að einhverjar líkur séu á því að grunnvatnsnotkun geti valdið niðurdrætti í Hlíðarvatni.  Stjórn Landverndar telur mikilvægt að komið verði í veg fyrir alla röskun á vatninu.

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.