Menntun til sjálfbærni í skólum á grænni grein
Landshlutafundir Skóla á grænni grein fara fram í febrúar og mars 2021 og bera að þessu sinni yfirskriftina Gæðaskólar á grænni grein. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða fundirnir rafrænir. Sú nýbreytni verður einnig að fundirnir skiptast eftir skólastigum að þessu sinni en ekki landshlutum og verða því haldnir sérstakir fundir fyrir hvert skólastig auk fundar fyrir aðra skóla (s.s. vinnuskóla, félagsmiðstöðvar og ungmennahús) og fundar fyrir framhaldsskólanemendur í umhverfisnefnd.
Á fundinum kynnum við nýtt námsefni, ræðum um menntun til sjálfbærni og miðlum góðum og praktískum verkefnum frá skólum sem eru á grænni grein.
Öll velkomin
Fundirnir eru vettvangur fyrir skólafólk til að miðla, læra og tengjast öðrum í sömu sporum. Við beinum sjónum að því hvernig skólar vinna að menntun til sjálfbærni.
Fundurnir eru að þessu sinni opnir öllum, einnig þeim sem eru ekki skráðir á græna grein. Skólar geta sent eins marga fulltrúa á fundina og þeir vilja. Við mælum sterklega með að allir þátttökuskólar sendi a.m.k. einn fulltrúa á fundina
Fundir hvers skólastigs - Skráning
Hér að neðan eru hlekkir á skráningarform fyrir hvert skólastig ásamt dagsetningum (hver þátttakandi mætir annan daginn fyrir sitt skólastig):
- Grunnskólastig: mánudag 1. og fimmtudag 4. febrúar, kl. 13-16
- Leikskólastig: mánudag 8. og fimmtudag 11. febrúar, kl. 13-16
- Framhaldsskólastig: mánudaginn 1. mars, kl. 13-16
Grunnskólastig
mánudag 1. og fimmtudag 4. febrúar, kl. 13-16
Skráningu lokið
Leikskólastig
mánudag 8. og fimmtudag 11. febrúar, kl. 13-16
Framhaldsskólastig
mánudaginn 1. mars kl. 13-16
Fundartími fyrir framhaldsskólanemendur og aðra skóla verða auglýstir síðar.
Dagskrá Gæðaskólar á grænni grein
Grunnskólar
1. og 4. febrúar
13:00 – 13:30 Opnun, stutt skilaboð frá Skólum á grænni grein.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfis- og auðlindaráðherra, opnar fundinn.
13:30 – 14:00 Nýjungar hjá Skólum á grænni grein.
Þátttakendur velja eina af þremur vinnustofum:
- Lifandi náttúra – lífbreytileiki á tækniöld: Nýtt námsefni fyrir yngsta stig þar sem lífbreytileiki er rauður þráður
- Ungt umhverfisfréttafólk – gefum unga fólkinu rödd: Verkefni fyrir unglingastig um miðlun upplýsinga um umhverfismál
- Skólar á grænni grein – leiðandi í menntun til sjálfbærni: Um Skóla á grænni grein og tengsl verkefnisins við menntun til sjálfbærni
14:00-14:40 Brot af því besta: Reyndir grænfánaskólar kynna verkefni sem snúa að þverfagleika og þátttöku alls skólasamfélagsins.
14:40-15:00 Kaffihlé
16:00 Fundarslit