Stjórn Landverndar telur að framkvæmdaleyfi sem sveitastjórn Reykhólahrepps veitti Vegagerðinni vegna veglagningar í Teigsskógi brjóti í bága bæði við náttúruverndarlög og skipulagslög. Þá telja samtökin að stjórnarskrárákvæði um sjálfstæði sveitarfélaga hafi ekki verið virt.
Framkvæmdin brýtur gegn náttúruverndarlögum
Það er því óhjákvæmilegt að Landvernd sem umhverfisverndarsamtök að krefjist stöðvunar framkvæmda og ógildingu framkvæmdaleyfis vegna form- og efnisannmarka.
Stjórn Landverndar telur að lagfæringar á vegum í Reykhólahreppi séu nauðsynlegar. Hins vegar hefur ekki verið sýnt fram á brýna nauðsyn þess að velja ÞH-leiðina, Teigsskógarleið, umfram aðrar leiðir sem hafa verið metnar.
Teigsskógur er óslitinn frá fjöru til fjalls
Teigsskógur er stærsta samfellda skóglendi á Vestfjörðum. Hann er óslitinn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar einstakt samspil með leirum og grunnsævi. Báðar þessar vistgerðir, birkiskógurinn og leirurnar njóta verndar Náttúruverndarlaga. Þá er svæðið allt er verndað með sérlögum um Breiðafjörð og áhrifasvæði framkvæmdanna eru á náttúruminjaskrá.
Leirur og birkiskógar verndaðir með lögum
Sveitastjórn hefur með veitingu framkvæmdaleyfis brotið gegn náttúruverndarlögum þar sem ekki hefur verið sýnt fram á brýna nauðsyn þess að raska birkiskóginum og leirunum til að bæta samgöngur. Aðrar leiðir til að bæta samgöngur hafa verið metnar með minni umhverfisáhrif og hefðu því verðið betri kostur.
Stjórn Landverndar telur því að sveitastjórnin og Vegagerðin hafi ekki farið eftir niðurstöðu valkostamats. Fjárhagslegir hagsmunir einir virðast hafa ráðið leiðarvali. Slíkt er ekki réttætanlegt. Umhverfismat væri í raun óþarft ef eingöngu þyrfti að horfa til kostnaðar við ákvörðun um val á vegstæði.
Bæta þarf vegasamgöngur
Þá telur stjórn Landverndar að í ákvörðunarferlinu hafi verið brotið gegn 78. grein stjórnarskrár um sjálfræði sveitarfélaga og að gegið hafi verið gegn skipulagslögum. Eins og fram kemur í bókunum sveitastjórnarfulltrúa Reykhólahrepps beitti Vegagerðin sveitastjórnina þvingunum til þess að fá ÞH-leið, Teigskógarleið, samþykkta.
Vinna þarf í sátt við umhverfið
Kæra Landverndar er í viðhengi. Landvernd vísar einnig á umfjöllun á bls. 24-25 í síðustu ársskýrslu sinni um Teigsskóg, sjá hér.
Ef nánari upplýsinga er óskað, vinsamlegast hafið samband við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar í síma 8435370
Lesa kæru
GRÆN PÓLITÍK
Ársskýrsla Landverndar 2018-2019
Gefðu gjafakort og styrktu Landvernd í leiðinni
No products were found matching your selection.