Hálendi Íslands er einstakt á heimsmælikvarða, Íslendingum ber að vernda það gegn stóriðju, landvernd.is

Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun

Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.

Stjórn Landverndar hefur sent inn umsagnir um drög að frumvörpum umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun. Stjórnin er hliðholl báðum frumvörpum og telur að þau geti styrkt stöðu náttúruverndar í landinu og aukið velsæld víða um land.

Orkuverk og miðlunarlón verði óhemil innan þjóðgarðs

En stjórnin gerir einnig veigamikla fyrirvara við fyrirliggjandi drög og sem hún vonar að verðir teknir til greina áður en málið verður lagt fyrir Alþingi. Í megin atriðum eru þessi fyrir varar eftirfarandi:

  • Lagst er eindregið gegn því að ný orkuver eða miðlunarlón verði heimiluð innan þjóðgarðs enda er það ekki í samræmi við náttúruverndarlög eða alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.
  • Stjórnfyrirkomulag Þjóðgarðastofnunar og Hálendisþjóðgarðs er of flókið í fyrirliggjandi drögum og  sveitastjórnir fái óeðlilega mikil yfirráð yfir þeim á kostnað fagfólks.
  • Lagst er eindregið gegn breytingum á 47. gr. náttúruverndarlaga sem eru inn í frumvarpi um Þjóðgarðastofnun þar sem þær munu veikja þá vernd sem þjóðgarðar veita íslenskri náttúru og eru ekki í samræmi við alþjóðleg viðmið.

Markmið þjóðgarðs er náttúruvernd

Stjórn Landverndar telur að markmið þjóðgarðs eiga alltaf fyrst og fremst að vera verndun landslags, víðerna, náttúru- og menningarminja og endurheimt raskaðra vistkerfa. En einnig nýting þessa verðmæta náttúruarfs með sjálfbærum hætti. Sjálfbærni ber skilyrðislaust að hafa að leiðarljósi við hefðbundna nýtingu, eins og veiðar og sauðfjárbeit, innan þjóðarðs á miðhálendinu.

Mikill ávinningur er af starfsemi þjóðgarða

Þá vill stjórn Landverndar minna á að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að fjárhagslegur ávinningur sveitarfélaga af friðlýstum svæðum sé verulegur og þau sveitarfélög sem í dag njóta góðs af starfsemi þjóðgarða eru almennt mjög ánægð með samstarfið og því sem það hefur skilað nálægðum byggðum.

Lesa umsögn Landverndar um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð

Lesa umsögn Landverndar um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun

 
Ljósmynd: Chris Bukard

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.