Hvernig sjá nemendur umhverfismálin? Ljósmyndasýning

Ljósmynd eftir Anton Levi úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Sýnir tré í sima sem stendur á snjóþekju, landvernd.is
Ungt umhverfisfréttafólk í Fjölbrautaskólanum við Ármúla stendur fyrir ljósmyndasýningu í samstarfi við Landvernd frá 27. maí til 3. júní.

Í hádeginu var opnuð rafræn ljósmyndasýning nemenda. Ljósmyndasýningin er samstarfsverkefni Landverndar og Fjölbrautaskólans við Ármúla.

Á sýningunni eru fjölbreyttar umhverfisljósmyndir nemenda. Þær eru afrakstur skólans af þátttöku í verkefninu Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd. Í verkefninu, sem rekið er í 45 löndum, kynnir ungt fólk sér umhverfismál og miðlar upplýsingum um þau til almennings með leiðum sem þau kjósa sjálf. Nemendurnir völdu sjálfir hvaða umhverfistengda málefni þeir vildu taka fyrir og eru ljósmyndirnar því afar fjölbreyttar.

Ein ljósmyndanna á sýningunni hreppti annað sæti í árlegri keppnini Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd. Umsögn dómnefndar um myndina var eftirfarandi: 

Myndin segir meira en þúsund orð og hittir okkur neytendur fyrir, sem erum fastir í viðjum umbúðasamfélagsins. Myndin er líka sterk gagnrýni á stórfyrirtæki og hvernig þau standa fyrir umhverfisskaðandi iðnaði um allan heim. Listaverk sem að fær fólk sannarlega til að hugsa.
 

Ásdís Rós Þórisdóttir, 22 ára nemandi við FÁ er höfundur ljósmyndarinnar

Smellið á myndina hér að ofan til þess að opna ljósmyndasýninguna!

Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk hefur verið rekið í eitt ár á Íslandi á vegum Landverndar. Verkefnið er í sífelldri þróun og verður vonandi rekið í samstarfi við háskóla, framhaldsskóla og grunnskóla í framtíðinni. Tíu framhaldsskólar hafa fram að þessu tekið þátt í verkefninu og er ljósmyndasýningin ein afurð verkefnisins af mörgum.

 

Hefur skólinn þinn áhuga á því að taka þátt? Skráning fer fram hér.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd