Goðafoss í Skjálfandafljóti er einstakt náttúrufyrirbrigði sem skal friðlýsa, sem og Skjálfandafljót allt, landvernd.is

Löngu tímabært að friðlýsa Goðafoss. Umsögn Landverndar

Landvernd styður heilshugar tillögu um friðlýsingu Goðafoss en telur rétt að nýta tækifærið og friðlýsa Skjálfandafljót allt.

Umsögn um tillögu að friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Send Umhverfisstofnun.

Landvernd þakkar veittan frest til þess að skila umsögn um þetta mikilvæga mál. Stjórn Landverndar fagnar innilega tillögu að friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit, sem náttúruvættis í samræmi við ákvæði 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd og styður tillöguna heilshugar.

Friðlýsingu Goðafoss fagnað

Það er fyrir löngu tímabært að friðlýsa Goðafoss og raunar merkilegt að það skuli ekki hafa verið gert fyrir áratugum síðan. Nú verður það tryggt að komandi kynslóðir geta einnig notið stórbrotinnar fegurðar og krafts Goðafoss um ókomna tíð.

Einstakt náttúrufyrirbrigði í Skjálfandafljóti

Þetta sérstaka náttúrufyrirbrigði í Skjálfandafljóti hefur einnig sterkar rætur í Íslandssögunni sem enn eykur á verðmæti hans fyrir Íslendinga. En þjóðsagan tengir Goðafoss kristnitökunni á Íslandi árið 1000 í gegnum söguna af Þorgeiri Ljósvetningagoða.

Goðafoss er afar mikilvægur fyrir alla Íslendinga. Hver sá sem kemur að Goðafossi fer ekki þaðan ósnortinn af hinum gríðalega krafti hans og mikilfengleik.

Friðlýsa ætti Skjálfandafljótið allt og bakka þess

Þó telur stjórn Landverndar að nota hefði átt tækifærið og friðlýsa Sjálfandafljótið allt og bakka þess enda er það í samræmi við niðurstöðu 3. áfanga rammaáætlunar. Friðlýsingarferli er tímafrekt með óeðlilega langa umsagnarfresti og því hefði mátt spara bæði tíma og vinnu hjá Umhverfisstofnun með því að gera tillögu um að friða fljótið allt.

Friðlýsing er gæfuspor fyrir þjóðina

Friðlýsing og verndun á náttúruperlunni Goðafossi er fagnaðarefni og mikilvægt gæfuspor fyrir þjóðina alla.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.