Misskilningur eða áform um 600.000 tonna álver?
Fjölmörg gögn benda til þess að til þess að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri álvera þurfi framleiðslugetan að vera mun meiri en gert er ráð fyrir í áformum við Húsavík og í Helguvík. Ummæli Thorsteins Dale Sjötveit, aðstoðarforstjóra Hydro, fela í sér enn eina vísbendinguna um þetta. Í Speglinum á Rás 2 þann 16. þ.m. sagði Thorstein.
„Vi jobber nå ut fra et perspektiv om at vi kanskje kan etablere ny smelterkapasitet i perioden 2010 – 2015 for eksempel.“
Á íslensku:
„Við vinnum nú út frá þeim sjónarhóli að við getum kannski komið á fót aukinni framleiðslugetu til dæmis á tímabilinu 2010 – 2015.“
Og í framhaldi af því sagði Thorstein:
„Den smelteren vi nå bygger i Katar er på 600.000 tonn og vi ser nok det som en fornuftig störrelse. Men vi mener også at byggetrinn på 250 – 300.000 tonn kan være gode og effektive smeltere.“
Á íslensku:
„Álverið sem við erum að byggja í Katar núna framleiðir 600.000 tonn og við lítum á það sem skynsamlega stærð. Við erum þó einnig þeirrar skoðunar að byggingaráfangar með framleiðslugetu upp á 250 – 300.000 tonn geti verið góð og skilvirk álver.“
Í framhaldi af fréttaflutningi sem fjölmiðlar byggðu á orðum aðstoðarforstjórans sendi Hydro frá sér yfirlýsingu þar sem m.a. var að finna eftirfarandi:
„Við sjáum í fjölmiðlum er því haldið fram að Hydro stefni að því að reisa álverksmiðju með 600.000 tonna framleiðslugetu á Íslandi. Þennan misskilning má líklega rekja til þeirrar staðreyndar að unnið er að byggingu verksmiðju í þeirri stærð í Katar.“
Gögn um stærðarhagkvæmni álvera.
Skýrsla iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framgang verkefna á sviði stóriðju, 122. löggjafaþing.
Er sátt í sjónmáli, grein Bergs Sigurðssonar úr Fréttablaðinu 15. nóvember 2006.