Niðurstöður Norrænnar strandhreinsunar 2017

Landvernd skipulagði norræna strandhreinsunardaginn 2017, landvernd.is
Niðurstöður norrænnar strandhreinsunar sýna að uppruni plastsins sem safnaðist er að stórum hluta úr iðnaði, sjávarútvegi og umbúðaplasti.

 

Landvernd, ásamt systursamtökum á Norðurlöndum, hefur gefið út niðurstöður Norrænnar strandhreinsunar sem fór fram þann 5. maí 2017. Strandhreinsanir áttu sér stað samtímis á öllum Norðurlöndunum. Á Íslandi var hreinsað á nokkrum stöðum á Snæfellsnesi, auk annarra staða á landinu. Landvernd vann náið að skipulagningu strandhreinsunarinnar með Svæðisgarðinum Snæfellsnesi, EarthCheck Snæfellsnesi, Lionshreyfingunni á Íslandi og Bláa hernum.

Niðurstöður sýna að uppruni plastsins sem safnaðist er að stórum hluta úr iðnaði, sjávarútvegi auk umbúðaplasts.

Af því rusli sem safnaðist voru um 87% úr plasti.

Uppruni plastsins á Íslandi:

36 % Frá hinum almenna neytanda

35 % Frá sjávarútvegi

24 % Frá iðnaði

1 % Hreinlætisvörur

4 % From other sources

Lesa skýrslu

 

Rannsóknin var unnin í samvinnu Landverndar og Norrænna systursamtaka, Hold Norge Rent, Håll Sverige Rent, Hold Danmark Rent, Pidä Saaristo Siistinä ry (Finnland) og Ringrås (Færeyjar).

Landvernd heldur áfram með verkefnið Hreinsum Ísland í ár og undir þeim hatti verða tvö stór árvekniátök. Fyrra átakið hefst á Degi umhverfisins þann 25. apríl og skipulagðar verða samstilltar hreinsanir á öllum Norðurlöndunum þann 5. maí. Seinna átakið verður í vikunni 10.-16. september þar sem Íslendingar verða hvattir til að hreinsa strendur og í kingum sig í tengslum við Alheimshreinsun sem er þann 15. september.

Lesa Niðurstöður norrænnar strandhreinsunar 2017

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd