Landvernd skipulagði norræna strandhreinsunardaginn 2017, landvernd.is

Niðurstöður Norrænnar strandhreinsunar 2017

 

Landvernd, ásamt systursamtökum á Norðurlöndum, hefur gefið út niðurstöður Norrænnar strandhreinsunar sem fór fram þann 5. maí 2017. Strandhreinsanir áttu sér stað samtímis á öllum Norðurlöndunum. Á Íslandi var hreinsað á nokkrum stöðum á Snæfellsnesi, auk annarra staða á landinu. Landvernd vann náið að skipulagningu strandhreinsunarinnar með Svæðisgarðinum Snæfellsnesi, EarthCheck Snæfellsnesi, Lionshreyfingunni á Íslandi og Bláa hernum.

Niðurstöður sýna að uppruni plastsins sem safnaðist er að stórum hluta úr iðnaði, sjávarútvegi auk umbúðaplasts.

Af því rusli sem safnaðist voru um 87% úr plasti.

Uppruni plastsins á Íslandi:

36 % Frá hinum almenna neytanda

35 % Frá sjávarútvegi

24 % Frá iðnaði

1 % Hreinlætisvörur

4 % From other sources

Lesa skýrslu

 

Rannsóknin var unnin í samvinnu Landverndar og Norrænna systursamtaka, Hold Norge Rent, Håll Sverige Rent, Hold Danmark Rent, Pidä Saaristo Siistinä ry (Finnland) og Ringrås (Færeyjar).

Landvernd heldur áfram með verkefnið Hreinsum Ísland í ár og undir þeim hatti verða tvö stór árvekniátök. Fyrra átakið hefst á Degi umhverfisins þann 25. apríl og skipulagðar verða samstilltar hreinsanir á öllum Norðurlöndunum þann 5. maí. Seinna átakið verður í vikunni 10.-16. september þar sem Íslendingar verða hvattir til að hreinsa strendur og í kingum sig í tengslum við Alheimshreinsun sem er þann 15. september.

Lesa Niðurstöður norrænnar strandhreinsunar 2017

Scroll to Top