Um leið og Landvernd fagnar uppbyggingu dreifikerfis raforku af heilum hug minna samtökin á að stjórnvöld hafa þá stefnu að raska ekki ósnortnum svæðum.
„Í stefnumörkun stjórnvalda eru tilgreind nokkur sjónarmið sem hafa skal að leiðarljósi við uppbyggingu á dreifi- og flutningskerfi raforku. Meðal leiðarljósa er að forðast skal röskun á friðlýstum og ósnortnum svæðum, leitast skal við að halda línugötum í lágmarki og nýta núverandi línustæði við lausnir á aukinni flutningsþörf.“
Fram hefur komið að um aðra valkosti með minna raski er að ræða við lagningu Holtavörðulínu. Ekkert styður því hugmyndir um að fara með línuna í gegnum ósnortna og einstaka náttúru Borgarfjarðar.
Skorað er á Landsnet að hverfa frá hugmyndum um Hallarmúlaleið.