Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ákvarðanir vinni út frá hagsmunum þjóðarinnar og láti umhverfi og náttúru njóta vafans.

Óbyggðanefnd er sjálfstæð úrskurðarnefnd sem fer með málefni þjóðlendna, t.d. að skera úr um hvaða land telst til þeirra og úrskurða um eignarréttindi innan þeirra. Nú eru breytingar fyrirhugaðar á lögum sem snerta þessa starfsemi.  

Landvernd sendi forsætisráðuneytinu umsögn um málið þar sem eftirfarandi kom m.a. fram:

Skilgreina þarf frekar eignarrétt ríkisins í þjóðlendum og á landinu öllu og gera breytingar á ýmsum ákvæðum þjóðlendulaga í ljósi reynslu af framkvæmd undanfarinna ára

Undir engum kringumstæðum mega einstaklingar og eða hagsmunaöfl með fjárhagslegar tengingar eiga aðild að þátttöku í ákvörðunum sem varða stefnu sem varðar þjóðlendumál. Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ákvarðanir vinni út frá hagsmunum þjóðarinnar og láti umhverfi og náttúru njóta vafans. Gulltryggja þarf ósnortin víðerni, gagnvart allri vinnslu og ágangi og ekki má að neinu leyti umgangast

Ef hert er á rétti almennings í nýjum lögum, þyrfti að kanna möguleika á því hvort gildissvið laganna nái yfir þegar útgefin nýtingarleyfi. Mikilvægt er að ný leyfi til ágengrar starfsemi á eldri svæðum, en þó sérstaklega á nýjum svæðum verði ekki gefin út með sama hætti og verið hefur.

Varðandi starfslok óbyggðanefndar, er ástæða til að setja spurningamerki við að hún sé lögð niður og komið á fót nýrri þriggja manna nefnd til að sinna endurupptöku mála. Eðlilegra væri að óbyggðanefnd héldi áfram, enda þekkir hún best til eftir alla vinnuna.

Eitt af grundvallaratriðum þess að tryggja að þjóðlendur Íslands standi undir nafni er að koma ákvæði þess efnis í stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins að þjóðlendur í eigu þjóðar verði meitlaðar í þetta grunnskjal sem ein órofa auðlind í eigu þjóðar svo ekki þurfi um að deila. 

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.