Orka og umhverfi – ráðstefna 20. janúar

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Á ráðstefnu Landverndar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var fjallað um hvernig málum er varða orkuöflun og umhverfismál er háttað hér á Íslandi og borið saman við það sem þekkist í öðrum löndum.

Ráðstefnan er styrkt af umhverfisráðuneytinu, iðnaðarráðuneytinu og Landsvirkjun.

Nýting Íslendinga á vatnsafli og jarðhita til raforkuvinnslu hefur aukist mikið undanfarin ár og nemur alls um 17 TWst í lok árs 2008. Um 80% raforkunnar fer til stóriðju og fyrirætlanir eru um að virkja enn frekar vegna nýrra verkefna í orkufrekum iðnaði. Það er mikilvægt að huga að því hvernig ákvarðanir um nýtingu er teknar. Ýmsir aðilar, s.s. OECD hafa gagnrýnt Íslendinga fyrir að vanda ekki nógu vel til verka þegar kemur að matsferlinu og bent á nauðsyn þess að meta umhverfiskostnað, áhættudreifingu og fleiri þætti sem hluta af heildarmati á þjóðhagslegum ábata. Aðrir telja að ekki sé þörf á miklum umbótum hvað þessi mál varðar.

Á ráðstefnunni verður skoðað hvernig málum er háttað hér á Íslandi og borið saman við það sem þekkist í öðrum löndum. Fjallað verður um stærð orkuauðlindanna og alþjóðlegt samhengi, svo og nýtingu fram að þessu. Þá verður fjallað um aðferðir og þann fræðilega grunn sem byggja skal á þegar ákvarðanir eru teknar um mögulega nýtingu orkuauðlinda, og ákvörðunarferlið hér á landi. Í lok ráðstefnunnar verða umræður um framsögur og reynt að draga lærdóm af þeim um það sem hugsanlega má betur fara í þessum málum hér á landi.

Dagskrá
08:30 Skráning
09:00 Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, setur ráðstefnuna
09:10 Orkuauðlindir á Íslandi: yfirlit og alþjóðlegt samhengi
Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, Orkustofnun
09:50 Main economic principles in energy resource exploitation
Ragnar Árnason, Háskóli Íslands
10:40 Kaffihlé
11:00 Non-market perspectives of energy resource exploitation
Brynhildur Davíðsdóttir, Háskóli Íslands
11:45 Hádegishlé
13:00 External costs in economic appraisals of energy projects: best practices
Staale Navrud, Norwegian University of Life Sciences
14:00 Hvernig tekur orkufyrirtæki ákvörðun um virkjun?
Björn Stefánsson, Landsvirkjun
14:40 Kaffihlé
15:00 Pallborðsumræður
Gunnar Haraldsson, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, stýrir
16:00 Samantekt – dreginn lærdómur
Friðrik Már Baldursson, Háskólinn í Reykjavík
16:15 Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, slítur ráðstefnunni

Ráðstefnustjóri: Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar
Ráðstefnugjald: kr. 4.000
Ráðstefnan fer fram á ensku og íslensku.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd