Plastskrímsli dregið að landi

Gjörningurinn markaði upphaf átaks Landverndar; Hreinsum Íslands. Saman getum við gert allt!

Það var ófrýnilegt, plastskrímslið sem nemendur Sjálandsskóla drógu að landi á kajökum á Degi umhverfisins í vikunni. Gjörningurinn markaði upphaf nýs átaks Landverndar: Hreinsum Ísland.

Plastskrímslið var hannað og búið til af nemendum skólans og Silju Kristjánsdóttur textílkennara og dregið í land af nemendum 9. bekkja. Eiga þau öll hrós skilið fyrir skapandi og áhrifaríka vinnu.

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað síðastliðin misseri og margir hafa tekið af skarið og skipulagt sína eigin strandhreinsun. Nefna má t.d. strandhreinsun á Ægissíðu og í Laugarnesinu. Árlega gengur fjöldi manns fjörur á sínum landareignum. Hér var hreinsað árið 2017.

 

Skráðar hreinsanir árið 2017

Hreinsað var um allt land í strandhreinsunarátaki Landverndar og Bláa hersins, Hreinsum Ísland, landvernd.is

Landvernd veitir góð ráð á vef sínum og hvetur fólk til þess að endurvinna og koma í veg fyrir urðun.

Hreinsum strendur

Tökum til hendinni og hreinsum strendur Íslands

Notum fjölnota hanska

Vinnuhanska, vettlinga eða garðhanska

Notum fjölnota ílát

Reynum að nota ekki nýtt plast í strandhreinsuninni. Notum Fjölnotapoka og fötur ef við getum. T.d. sterka taupoka, strigapoka undan kaffi og/eða gróður/steypufötur

Endurvinnum, forðumst urðun

Komum öllu plasti til endurvinnslu svo það verði ekki grafið í jörðu

 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd