Audlindin_okkar_umsodn_landvernd_vefur

Ráðstöfun auðlinda þjóðarinnar

Skýrslan „Auðlindin okkar – sjálfbær sjávarútvegur" er afrakstur vinnu starfshópa sem matvælaráðuneytið skipaði til að fjalla um sjávarauðlind okkar Íslendinga. Landvernd sendi matvælaráðuneytinu umsögn um skýrsluna.

Hagsmunir stærri útgerða eru í fyrirrúmi í of mörgum af þeim tillögum og aðgerðum sem kynntar eru í skýrslunni – og er það á kostnað almennings og umhverfis.  

Hlutfallslega fáar tillögur varða umhverfismál en fjölmargar um t.d. markaðssetningu fiskafurða, menntun innan sjávarútvegs o.fl. Einnig telur Landvernd ámælisvert að í undirbúningi skýrslunnar hafi ekki verið leitað álits umhverfisverndarsamtaka, hins vegar hafi hagsmunir stórra útgerða í fyrirrúmi.

Grunnreglur umhverfisréttar gleymast

Ekki er fjallað með skýrum hætti um grunnreglur umhverfisréttar sem eru mengunarbótareglan (sá borgar sem mengar) og varúðarreglan sem segir að náttúran skuli njóta vafans, sem sagt að ekki megi fara út í framkvæmdir eða nýtingu fyrr en ljóst sé að náttúran hljóti ekki skaða af.

Markmið og aðgerðir fara ekki saman

Bráðabirgðatillögur sem starfshóparnir leggja til að verði samþykktar gefa tilefni til þess að ætla að nú fari í gang öflug vinna við verndun 30% hafsvæða og að hún verði hröð og ákveðin. Því miður eru samsvarandi aðgerðir í aðgerðaáætlun ekki í takt við þetta.

Hringrásarhagkerfið og plast í hafi

Óljóst er hversu mikið plast fer í sjóinn frá sjávarútvegi og hinn sérstaki samningur SFS við úrvinnslusjóð þar sem sjávarútvegurinn sér sjálfur um alla umsýslu, gagnasöfnun og eftirlit með sjálfum sér stuðlar ekki að betri umgengni sjávarútvegsins við hafið. Hann verður að fella úr gildi, enda í hæsta máta óeðlilegt að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sjái sjálf um að safna og farga eigin veiðarfærum án nokkurs eftirlits nema frá sjálfum sér.   

Losun og orkuskipti í ruglinu

Sá leiði misskilningur hefur orðið hjá íslensku atvinnulífi og stjórnvöldum að samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda sé það sama og orkuskipti og ber skýrslan þess merki.

Stjórn Landverndar telur nauðsynlegt að koma á skýrri áætlun um samdrátt í losun frá sjávarútvegi sem er tímasett og magnbundin. Dæmin sanna að fyrirtæki draga ekki sjálfviljug úr losun. Hvatar, gjöld og reglur eru forsendur þess að árangur náist.

Landvernd leggur til að öll stærri sjávarútvegsfyrirtæki haldi opinbert kolefnisbókhald.  

Sjálfbær sjávarútvegur – án botnvörpu

Sjálfbær sjávarútvegur þarf að nota þær aðferðir sem bestar eru við veiðar út frá umhverfislegum sjónarmiðum. Hægt er að ná í mikinn hluta aflans með öðrum veiðafærum en botnvörpu sem notar mikla orku og veldur því meiri losun gróðurhúsalofttegunda – og veldur í ofanálag miklum skaða á lífríki hafsins.

Landvernd styður að öll botnvörpuveiði verði bönnuð innan 12 mílna landhelgi. Til lengri tíma litið þarf að banna öll botnveiðarfæri og sjávarútvegurinn að tileinka sér vistvænni leiðir til að afla sjávarfangs.

Sjálfbærni og spilling

Sjálfbærni er útgangspunktur í þeirri vinnu er liggur til grundvallar skýrslunni – og réttlæti og sanngirni eru aðalsmerki sjálfbærrar þróunar. Almenningur telur verulega spillingu og skort á heiðarleika viðvarandi í sjávarútvegi. Því vekur furðu að í skýrslunni skuli ekki vera að finna tillögur sem taka skuli á vandamálinu. Nefna má notkun skattaskjóla, siðlaus skúfffufyrirtæki á erlendri grund, mútugreiðslur, möguleg lögbrot og arðrán íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum löndum.

Í skýrslunni er ekki að finna siðferðiskröfur til sjávarútvegsins þrátt fyrir að almenningur áliti hann óheiðarlegan og spilltan. Aukið gagnsæi er nauðsynlegt að mati Landverndar.

Dreifðari eignaraðild

Ef auðlindin er í eigu fárra gefur það viðkomandi of mikil völd og þar með eykst hætta á óeðlilegum áhrifum hagsmunaaðila á ákvarðanatöku varðandi þessi miklu verðmæti og þar með lýðræðið. Því miður virðast skýrsluhöfundar ekki meta þessa hættu rétt.

Sameign þjóðarinnar staðfest með lögum

Landvernd bendir enn og aftur á nauðsyn þess að staðfesta í stjórnarskrá eignarhald þjóðarinnar á auðlindum landsins – ekki bara fiskveiðiauðlindina. Þá bendir Landvernd á nauðsyn þess að sanngjarnt gjald verði greitt fyrir afnot af auðlindinni, sem og gjald fyrir tjón sem valdið er á henni. Þá mótmælir Landvernd þeirri skoðun sem fjallað er um í skýrslunni að ekki verði meira fé sótt til sjávarútvegsfyrirtækja, sem nú skila methagnaði vegna þess sérleyfis sem þau hafa til að nýta auðlind þjóðarinnar. Í ofanálag er ljóst að núverandi veiðigjöld ná því tæpast að standa undir þjónustu hins opinbera við iðnaðinn.

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.