Landvernd-og-SIT-nemendur_13juli2013

Rofsárum lokað á Gnúpverjaafrétti

Tíu bandarískir nemendur úr SIT Study Abroad verkefninu fóru með Landvernd í landgræðslu við Rauðá á Gnúpverjaafrétti um síðustu helgi.

Landvernd fór með 10 bandaríska nemendur úr SIT Study Abroad verkefninu upp á Gnúpverjaafrétt til að vinna að landgræðslu á svæðinu við Rauðá austan Hólaskógar. Dreift var úr gömlum heyrúllum í rofsár. Gnúpverjar hafa gert þetta um árabil með góðum árangri. Við þökkum nemendunum kærlega fyrir frábært framlag til náttúruverndar á Íslandi!

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top