Myvatn_landvernd_vefur

Sameining Náttúrufræðistofnunar, Landmælinga og Náttúrurannsóknarstöðvar við Mývatn

Stjórn Landverndar sendi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti umsögn um lög sem kveða á um sameiningu Náttúrufræðistofnunar, Landmælinga og Náttúrurannsóknarstöðvar við Mývatn.

Stofnanirnar hafa gegnt mikilvægu hlutverki og Landvernd fagnar sameiningu þeirra, enda til bóta að efla slíkar stofnanir á tímum loftslagsbreytinga, mengunar og hnignunar líffræðilegrar fjölbreytni. 

Almennt eru náttúruvísindi undirfjármögnuð og er víða bent á að vanti gögn. Sameiningin má ekki hafa það í för með sér að draga úr því vísindastarfi sem er til staðar heldur á hún að styrkja það og efla.

Þá er sérlega mikilvægt að eftirlitshlutverk og rannsóknarhlutverk stofnananna verði ekki rýrt heldur að starf þeirra eflist og dafni. Einnig er mikilvægt að þær heimildir og hlutverk sem stofnanirnar hafa haft í verndun íslenskrar náttúru vegi jafn þungt og fyrr.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.