Ný samgönguáætlun gerir m.a. ráð fyrir bættum almenningssamgöngum og fjölbreyttum ferðamáta.

Samgönguáætlun

Landvernd styður bættar almenningssamgöngur og fjölbreyttan ferðamáta, sem fjallað er um í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2040. Bent er á að byggja þarf upp innviði fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn.

Landvernd fagnar sérstaklega eftirfarandi markmiðum samgönguáætlunar:

  • Dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum
  • Samgöngumannvirki verði aðlöguð að loftslagsbreytingum
  • Dregið verði úr loft- og hljóðmengun frá samgöngum
  • Almenningssamgöngur verði efldar um land allt
  • Stuðlað verði að fjölbreyttum ferðamáta

Hálendi Íslands

Fjallað er um vegi á hálendi Íslands í samgönguáætlun. Landvernd geldur varhug við því að rætt sé um byggja upp vegi á miðhálendinu og vísar til umsagnar sinnar um hvítbók í skipulagsmálum þar sem lýst er óánægju með að sérstaklega sé tekið fram að þróa skuli stefnu um að byggja upp vegakerfi á miðhálendinu m.t.t. bætts aðgengis og orkuskipta.

Sérstaða hálendisins fellst einmitt í því hve torfært það er. Á meðan ekki hefur verið settur verndarrammi utan um hálendið er torfæra veganna eina vörn svæðisins gegn óhóflegum ágangi ferðamanna og dugar það ekki til á mörgum svæðum nú þegar.

Stefna Landverndar er sú að farsælast væri að setja á fót hálendisþjóðgarð með virkri stjórnunar og verndaráætlun sem myndi tryggja vöktun og þjónustu á svæðinu. Uppbygging vega á hálendinu samræmist ekki þeirri stefnu og leggst Landvernd því gegn því að farið verði í slíka vinnu án skýrari verndarmarkmiða.

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.