Sandfell sunnan Torfajökuls
Myndin er tekin á Fjallabaksleið syðri

Sandfell liggur við sunnanverðan Torfajökul, rétt utan við Friðland að Fjallabaki.

Virkjunarhugmyndir

Þarna er jarðvarmi og gert er ráð fyrir um 90 MW framleiðslu á rafafli. Fyrirhugað nýtingarsvæði er stórt og liggur alveg upp að suðaustanverðum mörkum Friðlandsins.

Ef af virkjun verður, er ljóst að ásýnd Fjallabaks syðra myndi breytast til muna og víðerni svæðisins yrðu varanlega skert með tilheyrandi áhrifum á upplifun ferðafólks á einu vinsælasta svæði hálendis Íslands.

Heimild: Orkustofnun

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is