Seyðishólar eru gígaröð í Grímsnes- og Grafningshreppi
Seyðishólar Kerhóll séð til norðvesturs, Grímsnes- og Grafningshreppur. Ljósmyndari: Mats Wibe Lund

Seyðishólar er gígaþyrping í Grímsnesi staðsettir rétt norðan Kersins og eru jafngamlir Grímsneshrauninu. Grímsneseldstöðin er megineldstöð á kólnunarstigi og er eitt smæsta eldstöðvakerfi landsins. Gjallið í Seyðishólum er litríkt en þar hefur gjallnám verið stundað í nokkurn tíma.

Áform eru um raforku- og varmaorkuvinnslu á svæðinu.

Heimild: Orkustofnun

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is