Fréttir

Tími til að sækja um Bláfánann 2013

Salome Hallfreðsdóttir    25.1.2013
Salome Hallfreðsdóttir

Nú líður að nýju Bláfánatímabili og frestur til að sækja um Bláfánann fyrir árið 2013 rennur út 20. febrúar nk.

Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda. Bláfánaverkefninu var hleypt af stokkunum á Íslandi árið 2003 og flögguðu þrír staðir fánanum í fyrra, Hafnarhólmahöfn á Borgarfirði eystri, Stykkishólmshöfn og Bláa lónið. Tvö hvalaskoðunarskip flagga Bláfánaveifu en hana geta þeir fengið sem undirrita viljayfirlýsingu um framúrskarandi vistvæna umgengni við hafið. Nokkrir aðilar undirbúa nú þátttöku í Bláfánaverkefninu.

Bláfáninn er útbreiddasta viðurkenning sinnar tegundar í heiminum og flagga 3850 staðir í 46 löndum fánanum á heimsvísu. Fáninn er veittur fyrir góða umhverfisstjórnun, fræðslu um náttúru og umhverfi, gæði vatns, öryggi og aðra þjónustu. Alþjóðleg samtök um umhverfismennt, Foundation for Environmental Education (FEE), fara með yfirstjórn verkefnisins.

Frekari upplýsingar um Bláfánaverkefnið veitir Salome Hallfreðsdóttir verkefnisstjóri í síma 552 5242 eða í tölvupósti á salome@landvernd.is.

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,