Í vetur bauðst ungu fólki í grunn- og framhaldsskólum að taka þátt í samkeppni á vegum Landverndar um bestu umhverfisfréttirnar.
Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk snýst um að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum.
Fjölmörg verkefni bárust í keppnina, voru þau af ólíkum toga og komu frá skólum víðsvegar af landinu.
Dómnefndina skipuðu Ragnhildur Þrastardóttir, blaðamaður, Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona og Tryggvi Gunnarsson leikari og leikstjóri.
Ungir umhverfissinnar, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamtök íslenskra stúdenta veita sérstök verðlaun fyrir flokkinn Val unga fólksins. Í þeirri dómnefnd voru Alma Stefánsdóttir frá Ungum umhverfissinnum, Magnús Gunnar Gíslason frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Kolbrún Lára Kjartansdóttir frá Landssamtökum íslenskra stúdenta.
Vegleg verðlaun voru í boði m.a. gjafakort og umhverfisvænar vörur
Framhaldsskólar
Í FYRSTA SÆTI
Ljósmynd
Sæt tortíming-Sweet destruction
Íris Lilja Jóhannsdóttir, Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
Umsögn dómnefndar
Ein mynd segir oft meira en þúsund orð. Þessi listræna nálgun á hækkandi hitastig jarðar og neysluhyggju okkar grípur strax augað og vekur mann til umhugsunar.
Í ÖÐRU SÆTI
Helga Laufey Rúnarsdóttir, Hjörtur Snær Halldórsson, Lingný Lára Lingþórsdóttir, Jóna Kristín Þórhallsdóttir, Sesselja Helgadóttir, Menntaskólinn að Laugarvatni.
Umsögn dómnefndar
Hér tekst að koma réttu magni af upplýsingum á framfæri um mikilvægt málefni á valdeflandi hátt.
Val unga fólksins
Indíana Ásmundsdóttir, Katrín Ása Wongwan, Priyanka Dana Antao og Tinna Hilmarsdóttir, Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
Umsögn dómnefndar
Vel unnið verkefni sem styðst við áreiðanlegar heimildir. Flott að vekja athygli á þessu vandamáli því það er ekki oft í sviðsljósinu. Mikilvægt er að fræða samfélagið um þær slæmu afleiðingar sem sumar snyrtivörur hafa á umhverfið og vera meðvitaður um þá mengun sem hlýst af framleiðslu þeirra.
Áhrif af snyrtivörum eru beintengd við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og við erum sammála höfundum verkefnisins – margt smátt gerir eitt stórt!
Grunnskólar
Í fyrsta sæti
Val unga fólksins
Berglind Björt Leifsdóttir, Hekla Rán Hilmisdóttir og
Matthías Máni Ingimarson. Garðaskóli.
Umsögn dómnefndar
Síðan fjallar um aðkallandi málefni á aðgengilegan og hnitmiðaðan hátt. Þar að auki er hún vel uppsett sem í þeim hafsjó upplýsinga sem við svömlum í á netinu er gríðar mikilvægt.
Verkefni hlaut einnig verðlaunin Val unga fólksins
Umsögn dómnefndar
Verkefninu tekst vel að miðla upplýsingum um það stóra vandamál sem umbúðaplast er í okkar nútíma samfélagi.
Instagram síðan er vel uppsett, lifandi og aðgengileg fyrir alla til að fræðast eftir góðum heimildum. Gaman að sjá notkun á bæði myndum og sögum á Instagram vegg verkefnisins.
Umbúðaplast er gríðarlega stórt vandamál og virðist oft gleymast á Íslandi, þó svo að flokkunarkerfin séu góð, þá er alltaf hægt að gera betur og vekja fólk til umhugsunar um plast í daglegu lífi.
Fyrsta skrefið í átt að minnka notkun umbúðaplast og auka endurvinnslu þess – er einmitt að gera fræðslu aðgengilega og þar eru samfélagsmiðlarnir frábært tól. Gaman væri að sjá verkefnið halda áfram og stækka á miðlinum.
Í öðru sæti
Hera Björk, Magnús og Margrét Eva
Garðaskóli.
Umsögn dómnefndar
Hlaðvarp er gríðarlega ört vaxandi miðill sem hefur upp á mikið að bjóða, sér í lagi þegar fjallað er um brýn málefni eins og hér. Hér er á ferðinni metnaðarfullt verkefni sem er vel undirbúið, vel framkvæmt og vel frágengið.
Í þriðja sæti
Ragnheiður, Sveinn og Theó. Laugalækjarskóli.
Umsögn dómnefndar
Skemmtilegt og metnaðarfullt verkefni sem sýnir nýstárlega máta til að fræða og hafa jákvæð áhrif á umhverfisvitund og stuðla að umhverfisvernd. Þar að auki er hressandi að fá tölvuleik þar sem skjaldbökum er bjargað, í stað þess að rauðklæddur pípulagningamaður fái stig fyrir að kremja þær.
Ungt umhverfisfréttafólk komið til að vera
Um leið og við óskum öllum vinningshöfum til hamingju með vel unnin verkefni þá má nefna að fjölmörg önnur frábær verkefni bárust í keppnina, þakkar Landvernd öllum fyrir þátttökuna.
Landvernd hefur umsjón með verkefninu Ungt umhverfisfréttafólk.
Grunn- og framhaldsskólar geta skráð sig til leiks fyrir næstu önn.