Unnið er að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Sá borgi sem veldur skaða

Í umhverfisrétti er svokölluð mengunarbótaregla ein meginreglan. Hún snýst um það að sá sem veldur skaða á umhverfinu skuli greiða fyrir skaðann. Orkufyrirtæki á Íslandi valda skaða á náttúrunni en hafa aldrei þurft að greiða fyrir hann nokkrar bætur. Landvernd styður að orkuvinnsla verði skattlögð, þannig að orkufyrirtæki greiði fyrir þrennt:

Í hvað ætti orkuskatturinn að fara?

Landvernd leggur til þrískiptan skatt á orkuvinnslu:

  • Auðlindagjald fyrir að fá að nota sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar
  • Bætur fyrir skaða vegna orkuvinnslunnar
  • Gjöld sem standa undir kostnaði við að veita leyfin, hafa eftirlit með starfseminni og standa undir öðrum aðgerðum sem eru nauðsynlegar vegna orkuvinnslunnar.

Koma þurfi í veg fyrir hagsmunaárekstra

Skv. EES reglum um mat á umhverfisáhrifum ber stjórnvöldum að tryggja að sá sem veitir leyfi sé hlutaus.

Í dag er staðan þannig að sveitarfélög sitja beggja vegna borðsins – veita leyfi til orkuvinnslu og hafa af henni tekjur. Landvernd bendir á hættuna sem í því felst að þeir sem veita leyfi til orkuvinnslu séu sömu aðilarnir og hafa af henni fjárhagslega hagsmuni.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.