Landvernd hefur sent Skipulagsstofnun alvarlegar athugasemdir við tillögu Landsnets að matsáætlun um lagningu Kröflulínu 3 í tengslum við fyrirhugað umhverfismat framkvæmdarinnar.
Samtökin fara fram á að stofnunin fallist ekki á tillögu Landsnets að matsáætlun vegna Kröflulínu 3 eins og hún er sett fram. Verði það hinsvegar mat stofnunarinnar að tillagan sé hæf, benda samtökin á fjölmargar athugasemdir sem þau telja að stofnunin verði að taka tillit til við ákvörðun sína. Að auki fer Landvernd fram á það að Skipulagsstofnun láti fara fram sameiginlegt umhverfismat á þeim framkvæmdum í styrkingu hins miðlæga flutningskerfis raforku á Íslandi sem þegar eru fyrirhugaðar og komnar eru eða tiltækar í ferli mats á umhverfisáhrifum, þ.e.a.s. leiðina frá Blöndustöð að Fljótsdal.
Lesa umsögn Landverndar um Matsáætlun Landsnets um Kröflulínu 3