Skólinn hefur sótt um að fá að halda fánananum næstu tvö ár. Veður og vindar hafa sett mark sitt á gamla fánann sem blakti við skólann þegar skoðunarmenn Landverndar mættu á staðinn 4. maí s.l. Alls verða veittir 8 Grænfánar nú í vor til vitnis um gott umhverfsstarf og umhverfismennt.
Þessi fáni hefur látið á sjá. Fljótlega mun Andakílsskóli fá nýjan fána þar sem það hefur verið staðfest að skólinn hefur haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð var fyrir tveimur árum. Átta skólar fá Grænfánann í vor, þar af þrír sem áður hafa fengið fánann. Þetta þýðir að í allt 14 skólar og leikskólar á Íslandi koma til með að njóta þess heiðurs að fá að flagga Grænfánanum. Grænfáninn er veittur til tveggja ára í senn.