Hagnýtar rannsóknir eins og vöktun fiskistofna þarf að kosta í gegnum aðrar leiðir en grunnrannsóknarsjóði og í tilfelli sjávarútvegsins væri eðlilegast að hækka veiðigjöld verulega til þess að þau sem nýta auðlindina greiði bæði fyrir afnotaf auðlindinni og þá þjónustu sem þau fá af hendi stofnanna í gegnum til dæmis vöktun fiskistofna.
Þá virðist einnig vera um að ræða misskilningur á hlutverki grunnskóla. Til að auka áhuga og kennslu í grunnskólum þarf að búa til efni og vinna með grunnskólum en ekki skamma þá.
Landvernd hefur gefið út námsefni um hafið á sl. 2 árum sem getur vonandi nýst til að auka áhugagrunnskólasamfélagsins á haftengdum málefnum. Betra væri að setja fram tillögur um hlutverk sérfræðinga á sviði hafsins um að búa til aðgengilegt námsefni og verkefni tengd hafinu.