Áhyggjur stjórnar samtakanna eru áfram þær sömu og fram koma í athugasemdum við vinnslutillöguna og snúa fyrst og fremst að uppbyggingu stórra vindorkuvera. Þá telur stjórn Landverndar að sveitastjórn hafi ekki átt nauðsynlegt samtal við íbúa sveitafélagsins um þær gríðarlegu breytingar sem felast í því að breyta blómlegu landbúnaðarhéraði og líttsnortnum heiðarlendum ríku af fjölbreyttum náttúruverðmætum í iðnaðarsvæði. Stefna um slíka og grófa stórtæka iðnaðaruppbyggingu á viðkvæmum heiðarlendum Dalabyggðar helst ekki í hendur við önnur þau háleitu markmið sveitarfélagsins í stefnu þess um verndun náttúru og mikilvægi verndar landslagsheilda og má furðu sæta að slíkur grænþvottur geti átt sér stað við jafn faglega vinnuferla og krafist er um tillögugerð við Aðalskipulagsgerð.
Skipulagsstofnun er hvött til að benda sveitarfélaginu á þessa augljósu annmarka við tillögugerðina þar sem hvorutveggja er ekki hægt að setja fram í einu, áherslu á vernd náttúru, landslandslagsheilda og náttúrugæða meðan með hinni hendinni er farið gegn þessum markmiðum í stefnunni með stórfelldum hugmyndum um iðnaðaruppbyggingu sem gengur þvert á aðra þá stefnu sem sett er fram.
Sjá nánar í umsögn