Stefna Dalabyggðar – óafturkræf náttúruspjöll á heiðarlendum Dalabyggðar

Áhyggjur stjórnar samtakanna eru áfram þær sömu og fram koma í athugasemdum við vinnslutillöguna og snúa fyrst og fremst að uppbyggingu stórra vindorkuvera. Þá telur stjórn Landverndar að sveitastjórn hafi ekki átt nauðsynlegt samtal við íbúa sveitafélagsins um þær gríðarlegu breytingar sem felast í því að breyta blómlegu landbúnaðarhéraði og líttsnortnum heiðarlendum ríku af fjölbreyttum náttúruverðmætum í iðnaðarsvæði. Stefna um slíka og grófa stórtæka iðnaðaruppbyggingu á viðkvæmum heiðarlendum Dalabyggðar helst ekki í hendur við önnur þau háleitu markmið sveitarfélagsins í stefnu þess um verndun náttúru og mikilvægi verndar landslagsheilda og má furðu sæta að slíkur grænþvottur geti átt sér stað við jafn faglega vinnuferla og krafist er um tillögugerð við Aðalskipulagsgerð. 

Skipulagsstofnun er hvött til að benda sveitarfélaginu á þessa augljósu annmarka við tillögugerðina þar sem hvorutveggja er ekki hægt að setja fram í einu, áherslu á vernd náttúru, landslandslagsheilda og náttúrugæða meðan með hinni hendinni er farið gegn þessum markmiðum í stefnunni með stórfelldum hugmyndum um iðnaðaruppbyggingu sem gengur þvert á aðra þá stefnu sem sett er fram.

 

Sjá nánar í umsögn 

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.