Sterkari saman fyrir náttúruna – Fréttatilkynning

Á annað hundrað manns hafa skráð sig á samráðsfund umhverfishreyfinga á Íslandi á morgun í Úlfarsárdal. Við erum sterkari saman fyrir náttúruna.

Fréttatilkynning frá Landvernd:

Sameinum krafta – Samráð náttúruverndarfólks laugardaginn 10. febrúar í Úlfarsárdal

Á annað hundrað manns hafa skráð sig á samráðsfund umhverfishreyfinga á Íslandi á morgun. Lokað hefur verið fyrir skráningu vegna mikillar þátttöku, en reynt verður að hleypa fólki inn meðan nokkur kostur er.

Fólk sem vinnur að náttúruvernd,  loftslagsvernd og margvíslegum sérhæfðari viðfangsefnum hefur margsinnis í sögunni lyft grettistaki, sem samfélagið þakkar fyrir í dag. Fólki sem vill taka þátt í verkefnum sem verja framtíð náttúrunnar og barnanna okkar fjölgar stöðugt. Félög sem vinna að þessum málum skipta tugum og ný verða til á hverju ári. Saman erum við stærri en helstu stjórnmálaflokkar landsins. Við vinnum að almannahagsmunum og í því felst kraftur til framtíðar.

Nánari upplýsingar um fundinn:

Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, bjorgeva@landvernd.is, sími 8961222

Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar, thorgerdurmaria@landvernd.is, sími 8958894

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd