Viltu gerast umhverfisfréttamaður? Taktu þátt í YRE verkefni Landverndar, landvernd.is

Stjórn Landverndar styður græna utanríkisstefnu en kallar á aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Stjórn Landverndar styður gerð grænnar utanríkisstefnu en telur að setja verði aðgerðir til þess að draga ur losun gróðurhúsalofttegunda í algjöran forgang.

Umsögn Landverndar um  tillögu til þingsályktunar um græna utanríkisstefnu, mál no. 568.

Landvernd vill þakka flutningsmönnum fyrir ofangreinda tillögu og styður hana. Þó vill stjórn Landvernd brýna fyrir Alþingi að raunverulegra aðgerða er þörf strax til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Gæta verður að því að fyrirliggjandi þingsályktunartillaga dragi ekki athygli, mannafla og fé frá því brýna verkefni. 

Stjórn Landverndar leggur til að eftirfarandi, smávægilegar breytingar, verði gerðar á tillögunni:

  • Við lið 2 bætist: „Þessi sendiráð taki upp græn skref í ríkisrekstri, haldi grænt bókhald og hafi að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í sinni starfssemi (allt flug meðtalið) um 15% á hverju ári.“
  • Við lið 3 bætist: „ Umhverfis- og loftslagsskrifstofa utanríkisráðuneytisins hafi einnig með höndum að innleiða græn skref í ríkisrekstri í utanríkisráðuneytinu, fylgi eftir og geri aðgerðaáætlun um  markmið fyrir ráðuneytið um að draga úr losun um 15% á ári frá starfssemi þess  (allt flug meðtalið).“
  • Varðandi lið 5 bendir stjórn Landverndar á stuðningur við menntun kvenna í þróunarlöndum er mjög öflug loftslagsaðgerð sem stuðlar að því að hægt verði að ná mörgum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Ef smellt er á slóðina má sjá dæmi þar að lútandi: https://www.drawdown.org/.

Þá ætti í tillögunni að koma fram að Ísland leiti mjög náins samstarfs við ríki sem hafa sömu afstöðu eins og norðurlöndin með það að markmiði að tryggja gæði, trúverðuleika og gagnsæi aðgerða til að draga úr losun á Íslandi. Stjórn Landverndar vill einnig taka fram að gæta verður vandlega að því að í grænni utanríkisstefnu felist ekki grænþvottur fyrirtækja og ríkja sem losa mjög mikið af gróðurhúsa-lofttegundum.  Ísland er eitt af þeim ríkjum ef miðað er við höfðatölu.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.