Mikilvægt er að strax í upphafi verði skilgreindar helstu áskoranir sem varða svæðið og ágang á það. Mikilvægt er að skilgreina gönguleiðir og byggja upp stíga.
Það sem þarfnast þó alveg sértækrar skoðunar er hvernig megi koma í veg fyrir rask þar sem svæðið er viðkvæmast, í og við náttúruperluna sjálfa í Stórurð. Þar er land og jarðvegur allur einstaklega viðkvæmur, mosi, votlendi og vistgerðir. Stígagerð og eða gönguleiðir um svæðið þarna er stór áskorun að teknu tilliti til þess fjölda sem sækir svæðið á hverju ári.