Studlagil_landvernd_vefur

Stuðlagil – náttúruperlur og vindorkuver fara ekki saman

Risa vindorkuver í nágrenni Stuðlagils myndi tróna yfir svæðinu og aðkomu að því.

Mikilvægt er að öll uppbygging við Stuðlagil verði gerð í sátt við umhverfið og náttúruperluna sjálfa þannig að gestir geti notið þessa magnaða náttúrufyrirbæris með lágmarksinngripi á svæðinu. Þó er ljóst að talsverðar framkvæmdir og mannvirki verða óhjákvæmileg, ekki síst til að tryggja öryggi gesta á svæðinu.

Taka þarf tillit til þess að allt nánasta umhverfi Stuðlagils og svæðisins,  sem nýlegt rammaskipulag tekur til, er að mestu umleikið lítt eða ósnortnum heiðalendum sem eru órjúfanlegur hluti þeirrar upplifunar sem gestir njóta við aðkomu að Stuðlagili.

Þegar ráðist er í jafn kostnaðarsamar framkvæmdir og hér um ræðir við Stuðlagil er afar mikilvægt að tryggja að upplifun gesta verði ekki rýrð með annarskonar uppbyggingaráformum sem ganga beinlínis gegn markmiðum rammaskipulagsins sem búið er að leggja mikla vinnu í.

Í því sambandi verður að nefna áform um stærsta vindorkuver hérlendis sem er  einmitt í jaðri svæðisins sem að rammaskipulagið nær til.

Bygging vindorkuvers á svæðinu myndi setja rammaskipulagið allt í fullkomið uppnám og  upplifun gesta yrði með allt öðrum og neikvæðari hætti  – en áformað risa vindorkuver, svonefnd Klausturselsvirkjun, myndi tróna yfir Stuðlagili og allri aðkomu að svæðinu og innan þess.

Landvernd sendi inn umsögn um rammaskipulags Stuðlagils. 

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.