Náttúruskoðun í Alviðru
Laugardaginn 13. ágúst kl 14-16 munu sérfræðingar hjá Náttúruminjasafni Íslands standa fyrir fjölskylduviðburði í Alviðru í samstarfi við Landvernd. Við lærum um smádýralíf í vötnum og á gróðri, skoðum fugla og fræðumst um jarðfræði. Þetta er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur að skemmta sér. fræðast og njóta náttúrunnar saman.
Kleinur og kaffi/kakó í boði hússins
Verið velkomin að eiga góðan dag í Alviðru.
Alviðra fræðslusetur Landverndar stendur í sumar fyrir metnaðarfullri og áhugaverðri sumardagskrá fyrir gesti og gangandi. Alviðra er í Ölfusi, stendur undir Ingólfsfjalli, gegnt Þrastalundi.
Þátttaka er gjaldfrjáls og öllum opin. Sjá á korti