Blanda – Vindorkuver – Blöndulundur
Blöndulundur heitir áformað vindorkuver Landsvirkjunar á heiðunum sunnan Blöndustöðvar á neðsta hluta veituleiðar Blönduvirkjunar. Þar einkennist landslag af framrás jökla,
Blöndulundur heitir áformað vindorkuver Landsvirkjunar á heiðunum sunnan Blöndustöðvar á neðsta hluta veituleiðar Blönduvirkjunar. Þar einkennist landslag af framrás jökla,
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur tekið undir meginkröfu Landverndar í mikilvægu kærumáli vegna framkvæmda við breytingar á Kjalvegi.
Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli meta umhverfisáhrif vegagerðar um Kjöl. Landvernd telur að Skipulagsstofnun hafi við meðferð málsins brotið gegn löggjöf um umhverfismat framkvæmda, umhverfismat áætlana og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um heilsársveg um Kjöl. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ályktað gegn uppbyggðum vegi yfir Kjöl þar sem slík framkvæmd myndi gjörbreyta upplifun ferðamanna. Í ályktuninni segir m.a.: „Vegur af þeirri gerð sem hér er rætt um sviptir hálendið sérkennum sínum og þeirri öræfastemningu sem ferðamenn sækjast eftir. Hálendi landsins hefur mikið gildi fyrir þjóðina og með því að leggja uppbyggða samgönguæð í gegnum eitt helsta hálendissvæðið er verið að spilla verulega þeirri upplifun sem menn sækjast eftir.“ Ferðaklúbburinn 4×4 er einnig andsnúinn hugmyndum um uppbyggingu Kjalvegar vegna sjón- og hávaðamengunar sem honum fylgja. Þá telur félagið að heilsársvegur myndi svipta hálendið sérkennum sínum.