Eldvörp eru einstök á heimsmælikvarða en eru í stórhættu vegna stóriðju! verndum náttúruna gegn stóriðju, landvernd.is

Umsögn um tillögu HS-Orku að matsáætlun rannsóknaborhola í Eldvörpum

Landvernd mun því þrýsta á um að staðið verði þannig að rannsóknaborunum að sem minnst áhrif verði á umhverfi og náttúru Eldvarpa.

Eldvörp eru um 15 km löng einstök gígaröð sem myndaðist á nútíma. Gígaraðir eru eitt verðmætasta og sérstæðasta sérkenni íslensks landslags. Flestar hafa myndast undir jökli og skilið eftir móbergsmyndanir. Fátíðari eru gígaraðir sem myndast hafa á íslausu landi, líkt og Elvörp. Eldvörp eiga varla hliðstæðu fyrr en komið er austur að Lakagígum og eru eins konar smækkuð útgáfa af þessari frægustu gígaröð landsins, en ólíkt Lakagígum eru Eldvörp aðeins örskammt frá þéttbýlasta svæði landsins og verðmæti þeirra verður einnig að skoða í því ljósi.

Í sameiginlegri umsögn 13 náttúruverndarfélaga við drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun) frá nóvember 2011 kom fram það álit félaganna að Eldvörp ættu a.m.k. að færast í biðflokk áætlunarinnar vegna óvissu um sjálfbærni virkjunar á svæðinu, tengsl jarðhitageymis svæðisins við Svartsengi, vandamála við förgun affallsvatns og loftmengunar. Landvernd átti aðild að þessari umsögn. Rannsóknaboranir eru líklegar til að varpa skýrara ljósi á vinnslugetu svæðisins og tengsl þess við Svartsengi, en þær svara engu varðandi förgun affallsvatns og loftmengun. Landvernd telur að finna þurfi lausnir á þeim vandamálum sem tengjast förgun affallsvatns og brennisteinsmengun áður en hugað er að frekari vinnslu jarðvarma á umræddu svæði. Það er því skoðun samtakanna að ekki eigi að ráðast í rannsóknaboranir á svæðinu.

Burtséðfrá þessu mati Landverndar, þá lentu Eldvörp í nýtingarflokki áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Landvernd mun því þrýsta á um að staðið verði þannig að rannsóknaborunum að sem minnst áhrif verði á umhverfi og náttúru Eldvarpa. Til mikils er að vinna fyrir framkvæmdaraðila, sveitarfélagið og almenning og óskar Landvernd eftir góðu samstarfi við framkvæmdaraðila um þau mál.

Athugasemdir samtakanna má finna í umsögninni hér að neðan.

Lesa umsögn Landverndar

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.