Jarðstrengir eru hagkvæmari til lengri tíma litið, landvernd.is

Tillögur varðandi stefnumótun nefndar um raflínur í jörð

Tillögur fulltrúa Landverndar og fulltrúa landeigenda í nefnd um raflínur í jörð.

Fulltrúi Landverndar og fulltrúi landeigenda hafa sent tillögur í nefnd atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um raflínur í jörð.

Nefndinni var nokkur vandi á höndum við að móta tillögur í samræmi við ályktun Alþingis. Helgast það einkum af tvennu; i) því hve takmarkaðar rannsóknir hafa farið fram hérlendis, bæði grunnrannsóknir sem og samantekt á erlendum rannsóknum, m.a. hvað varðar kostnað og umhverfisáhrif jarðstrengja, og hinsvegar ii) þeirri staðreynd að flutningskerfi raforku á Íslandi hefur nokkra sérstöðu miðað við önnur ríki í heiminum og því ekki einhlítt að yfirfæra viðmið erlendis frá.

Ekki liggja fyrir neinar óháðar rannsóknir á kostnaði hér á landi, hvorki stofnkostnaði né rekstrarkostnaði háspenntra jarðstrengja og upplýsingar um raunkostnað liggja ekki á lausu. Nefndin hefur því safnað saman upplýsingum um þetta erlendis frá.

Rannsóknir skortir einnig nokkuð á umhverfisáhrifum, sérstaklega jarðstrengja. Nefndin telur því að efla beri rannsóknir sem myndu nýtast í framtíðinni, einnig í þeirri málsmeðferð sem nefndin leggur til að tekin verði upp nú þegar.

Starfshópur um lagaramma orkumála benti í skýrslu sinni til iðnaðarráðherra í október 2011 á sérstöðu orkuframleiðslu á Íslandi, og flutningskerfisins þar af leiðandi:

„Aðeins um 17% af raforkuframleiðslu á Íslandi eru vegna þarfa dreifiveitna sem sjá almenningi og almennu atvinnulífi í landinu fyrir orku. 83% eru vegna beinna sölusamninga orkufyrirtækjanna við fáa stórnotendur. Af þessu leiðir að raforkukerfið á Íslandi, bæði framleiðslan í heild og flutningskerfið, er hlutfallslega mjög stórt samanborið við önnur lönd eða svæði með sambærilegan fjölda notenda„.

Nefndin telur að vegna þessarar sérstöðu flutningskerfisins hér á landi, sé enn ríkari þörf á því en ella að undirbúningur ákvarðana um framkvæmdir í kerfinu sé vandaður. Hlýtur mat á þjóðhagslegri hagkvæmni alls raforkukerfisins og einstakra framkvæmda að taka mið af þessari sérstöðu, einkum það hvort samfélagslega sé fýsilegt að leggja út í framkvæmdir. Er óhjákvæmilegt að hið opinbera komi að því mati strax á upphafsstigum hugmyndar að framkvæmd. Nefndin telur vissulega að áætlanir um flutningskerfið í heild til lengri tíma þurfi að koma til kasta stjórnvalda einnig og að slíkar áætlanir þurfi að fara í umhverfismat. Í því efni telur nefndin hinsvegar að ákvæði tilskipunar 2009/72/EB (þriðji orkupakkinn) sem ætla má að fljótlega verði tekin upp í EES samninginn muni, þegar tilskipunin verður tekin upp í íslenskan rétt leysa úr því álitaefni. Nefndin telur hinsvegar að áætlun flutningsfyrirtækis (kerfisáætlun) eigi tvímælalaust að fara í umhverfismat áætlana skv. lögum nr. 105/2006.

Þá telur nefndin, í ljósi mikilvægis flutningskerfisins fyrir samfélagið, nauðsynlegt að aðkomu stjórnvalda og hagsmunaaðila að ákvörðunum um framkvæmdir í flutningskerfinu sé fundinn staður fyrr í ferli við val á kostum sem til greina koma við flutning raforku frá einum stað til annars. Þannig má komast hjá því að mikill tími og kostnaður fari í undirbúning og umhverfismat framkvæmda, sem í leyfisveitingaferli á síðari stigum reynast samfélagslega óásættanlegar. Nefndin leggur til að farin sé svipuð leið og í Noregi í þeim efnum, með opnu ferli um mat á valkostum sem til greina koma og aðkomu yfirvalda, áður en farið er í umhverfismat. Sú vinna sem lögð er í mat á valkostum mundi á síðari stigum, svo sem við umhverfismat og í leyfisveitingaferli, nýtast að fullu og yrði því ekki um viðbótarvinnu fyrir flutningsfyrirtækið að ræða við þessa tilhögun frá því sem nú er. Hinsvegar myndi þetta ferli verða opnara en nú er og stjórnvöld kæmu að því á fyrri stigum. Þessa tilhögun er að mati nefndarinnar unnt að ráðast í nú þegar, en eins og áður sagði hafa nefndarmenn lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að breytt fyrirkomulag taki gildi hið fyrsta.

Loks leggur nefndin til að hefja beri stefnumörkun um breytingar í raforkukerfinu í heild sinni sem hluta af rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða.

Tillögurnar í heild má nálgast hér fyrir neðan.

Lesa umsögn og tillögur

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.