Skólinn þinn þarf að vera skráður í verkefnið til þess að nemendur geti tekið þátt. Ef þú ert nemandi getur þú hvatt kennara eða stjórnendur í skólanum þínum til þess að hefja þátttöku í verkefninu.
Skólinn þinn þarf að vera skráður í verkefnið til þess að geta tekið þátt. Skólar á grænni grein hafa gjaldfrjálsan aðgang að verkefninu. Aðrir skólar eiga kost á því að skrá sig og greiða árlegt þátttökugjald. Ef þú ert nemandi getur þú hvatt kennara eða stjórnendur í skólanum þínum til þess að hefja þátttöku í verkefninu.
Já. Það er mjög einfalt og verkefnið er þess eðlis að auðvelt er að sníða það að þörfum hvers og eins skóla. Kennarar ráða því til dæmis hvað verkefnið er stór hluti af hverjum áfanga.
Já, það er sannarlega hægt og lítið mál! Hér má finna helstu ráð okkar fyrir verkefnið í fjarkennslu.
Ef þú sigrar keppnina innanlands þá færðu verðlaun og gefst tækifæri til þess að taka þátt í alþjóðlegu keppninni.
Auk þess mun verkefnastjóri Landverndar aðstoða þig við að koma sigurverkefninu á framfæri.
Sigur í keppninni getur verið stökkpallur í fleiri spennandi verkefni á sviði umhverfismiðlunar. Fyrri sigurvegarar hafa t.d. hlotið tilnefningu til fjölmiðlaverðlauna, farið í fréttaviðtöl, verið til sýnis á loftslagsráðstefnu, sigrað alþjóðlega umhverfiskeppni og fengið tækifæri til þess að skapa meira efni.