Spurt og svarað um Umhverfisfréttafólk

spurningar.um.ungt.umhverfisfrettafolk.2020, landvernd.is
Hér má finna svör við öllum helstu spurningum sem okkur berast um verkefnið Umhverfisfréttafólk. Það er auðvelt að taka þátt!

Skólinn þinn þarf að vera skráður í verkefnið til þess að nemendur geti tekið þátt. Ef þú ert nemandi getur þú hvatt kennara eða stjórnendur í skólanum þínum til þess að hefja þátttöku í verkefninu. 

Skólinn þinn þarf að vera skráður í verkefnið til þess að geta tekið þátt. Skólar á grænni grein hafa gjaldfrjálsan aðgang að verkefninu. Aðrir skólar eiga kost á því að skrá sig og greiða árlegt þátttökugjald. Ef þú ert nemandi getur þú hvatt kennara eða stjórnendur í skólanum þínum til þess að hefja þátttöku í verkefninu. 

Já. Það er mjög einfalt og verkefnið er þess eðlis að auðvelt er að sníða það að þörfum hvers og eins skóla. Kennarar ráða því til dæmis hvað verkefnið er stór hluti af hverjum áfanga.

Það má skila verkefnum á ólíkum miðlunarformum í keppnina og það eru engar ákveðnar reglur um lengd, eðli, stærð eða slíkt. Lögð er áhersla á að virkja sköpunargleðina og gefa nemendum lausan tauminn. Það má t.d. skila inn ljósmyndum, hlaðvarpi, myndböndum, teiknimyndasögum, greinum, auglýsingaherferðum, tölvuleikjum, sýningargripum, málverkum, fréttaþátttum, tímaritum og fleira. Sjá má dæmi um verkefni sem hefur verið skilað í keppnina hér. 
Verkefnið gefur nemendum tækifæri til að hafa áhrif á umhverfismálin. Nemendur styðjast við áreiðanlegar upplýsingar í fréttamiðlun sinni og öðlast grunnþekkingu í upplýsingamiðlun sem nýtist þeim til framtíðar. Skólar í verkefninu geta fengið aðgang að námsefni um bjargráð við loftslagskvíða.
Já. Tengslin og samhljómurinn þar á milli eru mjög mikil. Að auki eru nemendur beðnir um að tilgreina hvernig verkefnið þeirra tengist Heimsmarkmiðunum þegar þeim er skilað í keppnina. 
Nemendur skila inn verkefnum sínum að vori fyrir ákveðna tímasetningu sem er breytileg á ári hverju. Sérfræðingar innan Landverndar fara yfir öll verkefni sem berast og fara 10 - 15 stigahæstu verkefnin í undanúrslit.
 
Dómnefnd skipuð af reyndu fjölmiðlafólki velur síðan fyrsta, annað og þriðja sæti. Auk þess veita Ungir umhverfissinnarSamband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamtök íslenskra stúdenta viðurkenningu sem nefnist Val unga fólksins. Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér.
Við mat á verkefnum er horft á uppbyggingu og gæði verkefnis, sanngirni og hlutlægni, fróðleik, frumleika og sjálfstæði, miðlun og tengsl Heimsmarkmiðanna. Ítarlegri upplýsingar má finna hér.
Það er breytilegt eftir ári hverju en sem dæmi um fyrri verðlaun má nefna peninga, rafhlaupahjól og fjölda gjafakorta sem gilda fyrir allskyns skemmtilegum upplifunum. Verkefnastjóri leitar til nemenda um hvað þeir vilja hafa í verðlaun.
Nemendur læra um umhverfismál og miðlun efnis. Verkefnið er valdeflandi og ætlað að auka getu nemenda til aðgerða.
Kennari kynnir verkefnið og keppnina fyrir nemendum og gefur þeim tíma til þess að vinna sitt verkefni (oft er það hluti af kennslumati áfanga). Kennari fylgist með því að nemendur styðjist við áreiðanlegar heimildir og hvetur nemendur til þess að skila verkefnum sínum í keppnina.
 
Ef kennari er með einhverjar vangaveltur eða spurningar um verkefnið er honum alltaf velkomið að hafa samband. Nemendur og kennarar í Umhverfisfréttafólki hafa aðgang að sérfræðingum innan Landverndar.
 
umhverfisfrettafolk@landvernd.is

Já, það er sannarlega hægt og lítið mál! Hér má finna helstu ráð okkar fyrir verkefnið í fjarkennslu.

Ef þú sigrar keppnina innanlands þá færðu verðlaun og gefst tækifæri til þess að taka þátt í alþjóðlegu keppninni.

Auk þess mun verkefnastjóri Landverndar aðstoða þig við að koma sigurverkefninu á framfæri.

Sigur í keppninni getur verið stökkpallur í fleiri spennandi verkefni á sviði umhverfismiðlunar. Fyrri sigurvegarar hafa t.d. hlotið tilnefningu til fjölmiðlaverðlauna,  farið í fréttaviðtöl, verið til sýnis á loftslagsráðstefnu, sigrað alþjóðlega umhverfiskeppni og fengið tækifæri til þess að skapa meira efni.

Ertu með spurningu sem ekki er svar við hér?

Sendu okkur línu sigurlaug (hjá) landvernd.is og við höfum samband.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd