Landvernd sendi inn athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, aukin matsskylda o.fl.), 598. mál á síðasta löggjafarþingi. Málið var lagt fyrir Alþingi á nýjan leik nú í október nær óbreytt, þar sem málið var ekki afgreitt á vorþingi 2012. Umsögn Landverndar frá 5. apríl 2012 stendur enn og fylgir með þessari umsögn. Landvernd vill þó bæta við fyrri umsögn sína tillögum að breytingum á lögunum sem samtökin telja afar mikilvægt að bæta úr hið fyrsta þó svo að þær heyri ekki undir þær EES reglur sem verið er að aðlaga lögin að. Annarsvegar er um að ræða breytingu á 12. grein laganna um Endurskoðun matsskýrslu og hinsvegar 6. greininni um . grein um Framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum.
Tillögurnar og umsögnina frá 5.apríl má finna hér að neðan.