Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Umsögn Landverndar um áfangaskjal Stjórnlagaráðs

Stjórn Landverndar fagnar þeim tillögum sem Stjórnlagaráð hefur birt í áfangaskjali um mannréttindakafla. Stjórnin fagnar sérstaklega tillögu um að stjórnvöldum beri að upplýsa almenning um ástand umhverfis og áhrif framkvæmda á það. Með slíku ákvæði yrði skýrt kveðið á um frumkvæðisskyldu stjórnvalda.

Stjórn Landverndar fagnar þeim tillögum sem Stjórnlagaráð hefur birt í áfangaskjali um mannréttindakafla. Stjórnin fagnar sérstaklega tillögu um að stjórnvöldum beri að upplýsa almenning um ástand umhverfis og áhrif framkvæmda á það. Með slíku ákvæði yrði skýrt kveðið á um frumkvæðisskyldu stjórnvalda.

Stjórnin gerir eftirfarandi athugasemdir við áfangaskjalið:

1. í tillögunum er ekki fjallað um meginreglur umhverfisréttarins, t.d. mengunarbótarregluna og varúðarregluna. Stjórn Landverndar leggur til að úr því verði bætt.

2. Stjórn Landverndar hvetur Stjórnlagaráð til að leggja fram tillögu um að hálendið verði gert að griðasvæði. í þessum efnum vísar stjórn Landverndar meðal annars til ályktunar aðalfundar Landverndar 2006.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.