Hamarsvötn og Þrándarjökull. Ljósmyndari: Skarphéðinn Þórisson

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.

Stjórn Landverndar sendi frá sér umsögn um fimm virkjanakosti rammaáætlunar, en þeir eru Hamarsvirkjun á Austurlandi, Skúfnadalsvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, og Tröllárvirkjun á Vestfjörðum og jarðvarmavirkjunin Bolalda.

Hamarsvirkjun

Landvernd fagnar því að fyrirhuguð áform um virkjun Hamarsár skuli slegin af og lagt til að svæðið verði verndað til framtíðar. Með þessari tillögu verkefnisstjórnar má segja að tekist hafi að hlífa því takmarkaða svæði sem eftir stendur á Hraununum sem enn telst lítt snortið – en svæðinu innar á Hraununum hefur verið raskað stórkostlega með tilkomu Hraunaveitna og Hálslóns. 

Vert er að benda á að margar rangfærslur hafa komið fram í umræðum um frekari virkjanir á hálendi Austurlands, meðal annars í öðrum umsögnum á samráðsgátt. Þá má helsta nefna staðhæfingar um að ekki séu til staðar deilur eða klofningur í samfélaginu fyrir austan um fyrirhuguð áform. Þetta er beinlínis rangt, en þegar skýrsla verkefnishóps var unnin komu áhyggjur um klofning skýrt og endurtekið fram.

Athugasemdir EFLU og aðför að rammaáætlun

Landvernd telur það athyglisvert að verkfræðistofan EFLA setji fram athugasemdir við þetta mál, þar sem EFLA hefur jafnan auglýst sig fyrir að vinna með hlutlægum hætti. Nú virðist EFLA orðin virkur þátttakandi í athugasemdaskrifum á samráðsgátt, samhliða því að vinna umhverfismat fyrir einstaka framkvæmdir. Það mætti því færa rök fyrir því að EFLA starfi ekki lengur að þeirri hlutlægni og fagmennsku, sem verkfræðistofan gefur sig annars gjarnan út fyrir að gera. 


Þá verður ekki hjá því komist að gagnrýna lögfræðistofuna Sókn og eigendur hennar, sem gera í fyrri umsögn harða atlögu að verklagi faghópa og verkefnisstjórnar rammaáætlunar, í andstöðu sinni við að Hamarsvirkjun falli í verndarflokk. Jón Jónsson, annar eigandi Sóknar sem vinnur fyrir Arctic Hydro / QAIR, hefur uppi alvarlegar athugasemdir og grófa aðför að þeim sérfræðingum sem starfa í faghópum og verkefnisstjórn.

Þá verður að benda á hið óeðlilega tengslanet, en meðeigandi Jóns Jónssonar í lögfræðistofunni Sókn er Hilmar Gunnlaugsson, formaður í starfshópi um endurskoðun rammaáætlunar / verndar- og orkunýtingaráætlunar stjórnvalda. Einnig sat Hilmar áður sem formaður í starfshópi um nýtingu vindorku á Íslandi.

Það er ekki Landverndar að skera úr um vanhæfni, en það er ljóst að ekki er trúverðugt að lögfræðistofa í eigu formanns sem treyst er til að leiða endurskoðun rammaáætlunar af hlutlægni, setji samtímis fram alvarlegar athugasemdir í garð faghópa og verkefnisstjórnar sem beinlínis véfengja heilindi og verklag þeirra sérfræðinga sem starfa þar að bestu getu. Landvernd lítur svo á að hér sé um hreina aðför að rammáætlun og trúverðugleiki starfshóps um endurskoðun hennar því fyrir borð borinn og á engan hátt til sátta fallinn.

Þrír virkjanakostir í nýtingu á Vestfjörðum

Náttúrufræðistofnun hefur bent á mikinn skort náttúrufarsrannsókna á Vestfjörðum, þá sérstaklega hvað varðar jarðminjar og fuglalíf. Varðandi virkjanakosti þar sem skortir viðamiklar rannsóknir væri eðlilegast velja slíkum kostum stað í biðflokki þar til fullnægjandi rannsóknir hafa átt sér stað. Landvernd tekur heilshugar undir með Náttúrufræðistofnun hvað þetta varðar. 

Virkjanakostirnir þrír á Vestfjörðum; Skúfnadalsvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, og Tröllárvirkjun, virðast hafa áþekka einkunn á verðmæti náttúrufars og Hamarsvirkjun, að mati faghóps 1. Vert er að benda á að Náttúrufræðistofnun telur Hamarsvirkjun hafa afar hátt verndunargildi. Vegna þessa ættu þessir þrír virkjanakostir að falla undir biðflokk, ekki nýtingarflokk eins og drögin gefa til kynna, þar sem ekki liggja nægilegar rannsóknir fyrir á þessum svæðum. Þessar virkjanir myndu hafa gífurleg áhrif og röskun á víðerni Vestfjarða. 

Bolalda, jarðvarmavirkjun 

Hér er um að ræða lítt raskað náttúruminjasvæði sem er í nágrenni við útivistarsvæði, auk þess að vera á mikilvægu vatnsverndarsvæði sem hefði, meðal annarra þátta, þurft meiri umfjöllun. Eins og fram kemur í athugasemdum Veitna, þá liggur auk þess fyrir að virkjun Bolöldu er háð umtalsverðri óvissu hvað varðar áhrif á önnur svæði sem þegar hafa verið nýtt til jarðvarma. Ítarlegri rannsókna er þörf, svo ekki sé gengið um of á jarðhitaforða. 

Fjórir af fimm virkjanakostum í nýtingarflokk

Það að fjórir af fimm virkjanakostum séu flokkaðir í nýtingarflokk er of mikil áhersla á nýtingu, þá sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun hafi ekki verið beitt sem skyldi. Eins hafa virkjanakostir á Vestfjörðum ekki hlotið nægilega umfjöllun varðandi heildstæða sýn og samlegðaráhrif þeirra, sem sannarlega hafa umtalsverð og neikvæð áhrif á ósnortin víðerni á viðkomandi svæðum.

Umsögnina í heild sinni má finna hér
Smelltu á myndina til að lesa.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.