Landvernd krefst þess að olíuleit verði fryst, landvernd.is

Umsögn Landverndar um frystingu olíuleitar

Landvernd vill að olíuleit og vinnsla verði bönnuð með öllu í íslenskri lögsögu.

Umsögn Landverndar um um breytingu á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001 (frysting olíuleitar), 117. mál. Send nefndarsviði Alþingis Íslands 21. október 2019.

Með tölvupósti þann 15. október síðastliðinn óskaði nefndasvið Alþingis eftir umsögn Landverndar um ofangreinda þingsályktunartillögu. Um er að ræða lykilmál þar sem þær aðgerðir sem við grípum til nú gegn hamfarahlýnun skipta sköpum fyrir það hvernig komandi kynslóðum reiðir af.  Landvernd vill því þakka flutningsmönnum fyrir að leggja fram þetta góða frumvarp sem er gott dæmi um raunverulega aðgerð stjórnvalda sem ekki kosta ríkið bein fjárútlát en skipta þó miklu máli. 

Stjórn Landverndar telur að vegna þeirrar þröngu stöðu vegna yfirvofandi loftslagshamfara og því hversu knappur tími er til  að grípa til afgerandi aðgerða, að frumvarpið ætti að ganga lengra. Því er lagt til að  banna alla leit og vinnslu jarðefnaeldsneyta í íslenskri lögsögu.  Þá verður að hafa í huga þá lykilstöðu sem Ísland er í sem land sem framleiðir næstum alla sína raf- og húshitunarorku án losunar gróðurhúsalofttegunda.  Við höfum í raun engu að tapa en allt að vinna að banna vinnslu jarðefnaeldsneytis alfarið. 

Ganga þarf lengra

Stjórn Landverndar leggur því til að texti frumvarpsins verði svohljóðandi:

1. gr. Málsgreinar 4-32 laga 13/2001 falla brott.

2. gr. Í stað þeirra kemur eftirfarandi málsgren: 

4. gr. Leit og vinnsla jarðefnaeldsneytis er með öllu bönnuð í íslenskri lögsögu.  

Þrátt fyrir að með þeirri breytingu sem nú er lögð til verði vinnsla jarðefnaeldsneytis de facto bönnuð næstu áratugi, eru ríkar ástæður til þess að taka af skarið og banna vinnsluna með öllu og mæla fyrir því að önnur Norðurskautsríki stefni að því sama.

Fyrir þessu eru fjölmörg rök

Í fyrsta lagi væri minna mál að fella takmörkunina um hlutfall koltvíildis í andrúmslofti úr lögum aftur á síðari stigum heldur en að breyta lögunum í heild aftur í fyrra horf, ef fallist verður á tillögu Landverndar.  Skemmst er að minnast lagabreytinga sem Alþingi samþykkti í flýti  í október 2018 þar sem úrskurður Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála missti gildi sitt.  Þetta var gert án umræðu og án samráðs við umhverfisverndarsamtök, en Landvernd hefur kvartað til ESA og eftilitsnefndar Árósasamningsins vegna málsins .  Þetta dæmi sýnir að ferli lagasetninga á Íslandi er ekki alltaf eins og best verður á kosið.  Af þeim sökum er betra að hafa afdráttarlausara bann á vinnslu jarðefnaeldsneytis á Íslandi en lagt er til í frumvarpinu..  

Í öðru lagi er um einstakt tækifæri fyrir Ísland sem þjóð sem stundar orkuvinnslu úr orkugjöfum sem losa mjög lítið af gróðurhúsalofttegundum.  Með því að banna vinnslu jarðefnaeldsneytis alveg sýnum við gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir, jafnframt því að sýna að Íslandi er alvara að treysta á aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti.  

Í þriðja lagi eru þær birgðar jarðefnaeldsneytis sem þekktar eru í heiminum langt um fram það sem við getum leyft okkur að brenna ef við eigum að ná að halda hækkun meðalhita á jörðinni innan við 2°C árið 2100.  Leit að olíu á norðurskautssvæðinu og þróun nýrrar tækni við vinnslu jarðefnaeldsneytis er með öllu ósamræmanlegt markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 2°C , hvað þá ef markmiðið er 1,5°C sem alþjóðasamfélagið hefur sammælst um, og hefur þó í för með sér viðamiklar breytingar á lífsskilyrðum.  Því eru það ekki bara mikilvæg heldur nauðsynlegt skilaboð sem Ísland sendir með því að taka skýrt af skarið og banna alfarið leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu, ekki eingöngu þjóðinni sjálfri heldur einnig öðrum Norðurskautsþjóðum.  

Verndun líffræðilegarar fjölbreytini

Í greinargerð með frumvarpinu er fjallað um að önnur lönd, t.d. Belís og Kosta Ríka hafi bannað leit og/eða vinnslu jarðefnaeldsneytis til að vernda líffjölbreytileika innan sinnar lögsögu. Það á ekki síður við um Ísland enda eru margir sjófuglar, hvala- og selategundir á válista sem tegundir í útrýmingarhættu. Þar að auki hefur ekki enn verið ráðist í gerð válista fyrir sjávardýr (önnur en spendýr og fugla) og má gera ráð fyrir að óteljandi tegundir í viðbót séu í útrýmingarhættu við Ísland án þess að það hafi nokkurn tíma verið metið. Í þessu samhengi eru hlýnun og súrnun sjávar sérstök ógn en einnig olíuslys sem eru sérstaklega erfið viðureignar í köldum sjó.  

Breytt orðnotkun

Stjórn Landverndar leggur til að í stað orðsins „kolvetni“ í frumvarpinu komi orðið „jarðefnaeldsneyti“.  Kolvetni er íslenska þýðingin á enska orðinu „carbohydrates“ sem eru vatnsleysanlegar fjölliður byggðar úr kolefni en ekki olíur.

Jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2040

Að lokum hvetur Landvernd Alþingi til að setja skýra stefnu um kolefnislausan orkubúskap á Íslandi með því að marka stefnu um að hætta innflutningi á jarðefnaeldsneyti eigi síðar en árið 2040.  Mikilvægt er að gefa öðrum orkugjöfum sem nýta má í stað jarðefnaeldsneytis sanngjarna samkeppnismöguleika og því eigum við að stefna að því að útrýma jarðefnaeldsneyti alveg úr íslensku samfélagi.  

Hafa má samband við undirritaða vegna málsins með tölvupósti á tölvupóstfangið  audur@landvernd.is eða í síma 8435370. 

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar,

Auður Önnu Magnúsdóttir,

framkvæmdastjóri.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.