Íslenski fáninn dreginn að húni við Almannagjá á þingvöllum.

Samræmi vantar í opinberar áætlanir

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Borið hefur á því að áætlanir ríkisins samræmist ekki innbyrðis. Þannig bera nýjasta fjárlagaáætlun og samgönguáætlun þess lítil merki að í gildi sé aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Umsögn Landverndar um um breytingu á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015 (mat á áhrifum stjórnarfrumvarpa), 143. mál send Nefndarsviði Alþingis 23. nóvember 2020.

Stjórn Landvernd hefur kynnt sér ofangreint frumvarp styður það heilshugar. Nokkuð hefur borið á því að áætlanir stjórnvalda almennt séu ekki í takt við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum eins og nýjasta fjárlagafrumvarp og síðasta samgönguáætlun. Frumvarp þetta myndi draga úr hættu á því áætlanir ríkisins séu í innbyrðis ósamræmi en myndi líka hvetja þá sem koma að gerð stjórnarfrumvarpa að kynna sér vel áhrif frumvarpanna á loftslagsmál og þar með auka þekkingu þeirra á loftslagsmálum.

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landverndar
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top