Landvernd sendir hér athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar í Þingeyjarsveit. Athugasemdir eru í meginatriðum tvennskonar. Annarsvegar er lagt til að falla frá virkjun á svæðinu, m.a. í ljósi mikillar óvissu um endingu jarðhitaauðlindarinnar á svæðinu, umfangsmikilla umhverfisáhrifa og þess að Alcoa á Íslandi hefur fallið frá áformum um byggingu álvers á Bakka. Hinsvegar eru settar fram ábendingar um bætt skipulag svæðisins verði farið út í virkjun á svæðinu. Slíkar ábendingar hafa áður verið sendar skipulagsyfirvöldum.

Umsögn um deiliskipulag um Þeistareyki
Landvernd leggur til að falla frá virkjun á svæðinu, m.a. í ljósi mikillar óvissu um endingu jarðhitaauðlindarinnar á svæðinu og umfangsmikilla umhverfisáhrifa.
Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.
Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.
Svona hefur Landvernd áhrif
Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.
Náttúruvernd er loftslagsvernd
Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.