Endurheimtum og verndum náttúruskóga, landvernd.is

Umsögn um frumvarp til laga um skóga og skógrækt

Landvernd telur enn augljóst og nauðsynlegt að ein heildstæð lög nái yfir jarðvegs- og gróðurvernd í landinu, þ.e landgræðslustarfsemi og starfsemi sem snýr að vernd og endurheimt náttúruskóga (birkiskóga).

Umsögn Landverndar um 231. Mál frumvarp til laga um skóga og skógrækt

Inngangur og almennar athugasemdir

Landvernd fagnar þeirri vinnu sem fram hefur farið í tengslum við frumvarpsdrög þessi og tímabærri endurskoðun á lögum um skóga og skógrækt.  Samtökin hafa áður sent inn umsagnir um frumvarpsdrög að lögum um skóga og skógrækt og vísa í þær, einkum umsögn frá 2017, sem er hjálögð.  Landvernd þakkar fyrir að tekið hefur verið tillit til allmargra athugasemda samtakanna í þessum nýjustu frumvarpsdrögumí. Landvernd telur þó ástæðu til þess að ítreka nokkrar mikilvægar athugasemdir sem ekki hefur verið orðið við og bæta við örfáum nýjum.

Landvernd telur enn augljóst og nauðsynlegt að ein heildstæð lög nái yfir jarðvegs- og gróðurvernd í landinu, þ.e landgræðslustarfsemi og starfsemi sem snýr að vernd og endurheimt náttúruskóga (birkiskóga) . Sameina ber stofnanir sem þessum málaflokkum sinna eða a.m.k. færa málaflokkana á hendur einnar stofnunar. Landvernd hefur ekki séð haldbær rök fyrir því að halda aðkomu ríkisins að landgræðslu annars vegar og vernd og endurheimt náttúruskóga hins vegar aðskildri í tveimur stofnunum sem lúta hvor sínum lögum.

Landvernd ítrekar jafnframt að vert sé að skoða hvort lög um landgræðslu og vernd og endurheimt náttúruskóga eigi heima undir náttúruverndalögum svo betur megi tryggja að náttúruvernd sé ávalt í fyrirrúmi og möguleg neikvæð áhrif landgræðslu og skógræktar á líffræðilega fjölbreytni og landslag lágmörkuð. 

Landvernd fagnar þeirri áherslubreytingu sem orði hefur frá fyrri frumvarpsdrögum að auka aherslu á vernd og endurheimt náttúruskóga og á verndun líffræðilegrar fjölbreytni.  Samt er enn ekki nóg að gert. Sé það einbeittur vilji Alþingis að setja sérlög um skógrækt, sem innifelur skógvernd, þarf að aðgreina og skerpa á ólíkum markmiðum þessar viðfangsefna mjög víða í frumvarpsdrögunum og gera þeim jafn hátt undir höfði. Jafnframt þarf að skerpa á hlutverki og skyldum Skógræktarinnar hvað skógverndina varðar. Stofnunin hefur á undanförnum áratugum fyrst og fremst unnið að nýskógrækt og umhirðu ræktaðra skóga. Til að sinna vernd og endurheimt náttúruskóga af  þunga og fagmennsku þarf stofnunin væntanlega að afla mikillar nýrrar þekkingar á því sviði. Mikilvægt er að löggjafinn viðurkenni þetta með því að hafa skógverndarþáttin jafnsettan skógrækt í verðandi lögum.

Landvernd telur semsagt algerlega nauðsynlegt að aðgreina hugtökin skógvernd (=vernd og endurheimt náttúruskóga með upprunalegum trjátegundum) og skógrækt (=nýræktun annarra skóga) þar sem það á við í frumvarpsdrögunum. Það er eðlilegt vegna málhefðar og vegna þess að um ólík markmið og aðferðir er að ræða. Það yrði jafnframt sérstakt að breyta/útvíkka skilgreiningu á orðinu “skógrækt” þannig að orðið feli í sér verndun og endurheimt náttúruskóga.  Ef farið verður að ráðum Landverndar varðandi þetta næst mun skýrari áhersla í öllum lagatextanum á verndun og endurheimt. Hér að neðan og í fylgiskjali er farið yfir viðkomandi lagagreinar og hugtakinu skógvernd bætt í textann þar sem við á til frekari glöggvunar.  Vilji Alþingi aftur á móti halda í þessa nýju skilgreiningu á orðinu skógrækt, þannig að það innifeli verndun og endurheimt, þarf að fara í markvissa vinnu innan skógræktargeirans til þess að breyta skilningi ræktunarfólks á hugtakinu og efla verndarþáttinn.

Landvernd ítrekar athugasemdir sínar um að frumvarpsdrögin verði skoðuð ítarlega m.t.t. varúðarreglu náttúruverndarlaga en í umsögn samtakana dags 19. Mars 2017 segir:

      Landvernd beinir því til umhverfisráðuneytisins að fara skipulega yfir fyrirliggjandi frumvarpsdrög m.t.t. varúðarreglu og greiðslureglu umhverfisréttar (e. precautionary principle og polluter pays principle), sem lögfestar hafa verið í náttúruverndarlögum. Inntak varúðarreglunnar er varla að finna í frumvarpsdrögunum. Þetta gæti til að mynda átt við um notkun mögulega ágengra framandi tegunda eða aðgerðir til að stemma stigu við þeim.

Sértækar athugasemdir

  1. Landvernd leggur til að lið g í gr. laganna verði breytt í
    1. g.      að sporna við hlýnun jarðar og stuðla að kolefnisbindingu með ræktun skóga og aðlögun þeirra að loftslagsbreytingum, 

Þetta er til þess að leggja áherslu á það að skógar, sérstaklega barrskógar, á norðlægum slóðum geta valdið hlýnun sem vegur upp á móti ávinningi af kolefnisbindingu skógarins.  Landvernd telur mikilvægt að hafa þetta í huga.

  1. Bæta þarf við nýjum skilgreiningum í lið:
    1. (eftir Náttúruskógur); „Ríkisskógur: Skógar, aðrir en þjóðskógar, í umsjón Skógræktarinnar, hvort heldur sem er á landi í eigu ríkis­ins eða í einkaeigu eins og nánar er skilgreint í reglugerð skv. 9. gr.”
    2. (eftir Skógrækt) „Skógvernd: Öll sú starfsemi sem snýr að vernd og endurheimt náttúruskóga.” Jafnframt þarf að taka út orðin “vernd, endurheimt” úr skilgreiningu á skógrækt.
    3. Laga þarf skilgreinungu á orðinu Þjóðskógur (16. liður) þannig að hún verði: „Landsþekktir skógur sem að uppistöðu til er náttúruskógur í umsjá Skógræktarinnar þar sem náttúruvernd, útivist og náttúrufræðsla er í fyrirrúmi.”

  1. Skipta þarf fyrstu tveimur liðunum í grein upp þannig að þeir verði:
    1. að leiðbeina um vernd og endurheimt náttúruskóga
    2. að leiðbeina um ræktun, meðferð og sjálfbæra nýtingu skóga,

Bæta þarf við orðunum “og skógvernd(ar)” eftir orðinu “skógrækt(ar)” í lið d, e og f

Bæta þarf við orðunum “rikisskógum og” undan “þjóðskógum” í lið h.

Landvernd þykir krafa í lögum um háskólapróf skógræktarstjóra á málefnasviði skógræktarinnar í 3. gr. of takmarkandi því fáir eru á fagsviðinu og mjög mikilvægt að fá hæfan stjórnanda í starfið.  Landvernd bendir á til dæmis nýlega ráðningu dýralæknis í embætti forstjóra Vegagerðarinnar og leggur því til eftrifarandi breytingu:

  1. Ráðherra skipar forstöðumann Skógræktarinnar, skógræktarstjóra, til fimm ára í senn. Æskilegt er að hann hafi háskólagráðu á málefnasviði stofnunarinnar

Í 2., 3., 4. og 5. gr., á alls fimm stöðum þarf, að bæta við „ (,) (og) (eða) ríkisskóga(r) eftir orðinu „þjóðskóga(r)“

Síðari setningu 2. mgr. þarf að breyta þannig:  „Unnin skal verndaráætlun fyrir þjóðskóga og nýtingaráætlun fyrir ríkisskóga og er Skóg­rækt­inni aðeins heimilt að selja skógarafurðir sem falla til vegna verndarstarfs fyrir hina fyrrnefndu.“

  1. Í titli IV. Kafla og 10. gr. komi orðin „og skógvernd“ eftir orðinu skógrækt. Í  1. mgr. 10. gr.komi „,skógverndar“ milli orðanna skógræktar og skjólbeltaræktar. Við 1. gr. bætist setningin: „Framlög til skógræktar og skógverndar skulu að öllu leyti vera sambærileg.“
  2. Í 11., 12. og 13. gr. þar sem orðið skógræktarverkefni(a) kemur fyrir, alls sex sinnum,  standi „skógræktar- og skógverndarverkefni(a)“.

Í fjórðu mgr. 11. Gr, komi „og skógvernd“ eftir skógrækt. Síðustu orð mgr. „við skógrækt“ verði tekin út.

Í 15. gr. komi orðin „og skógvernd“ eftir skógrækt.

  1. Landvernd telur vanta í 18. gr. að  gerður sé greinarmunur á fellingarleyfi náttúruskógar annars vegar og ræktuðum skógi hins vegar

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir

framkvæmdastjóri

Sækja umsögn Landverndar

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.