Endurvinnsla ætti að vera okkar sísti valkostur. Komum frekar í veg fyrir myndun úrgangs, landvernd.is

Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs

Landvernd lýsir almennri ánægju með að úrgangsmál landsins skulu tekin föstum tökum með setningu ofangreindra laga. 

Landvernd hefur skilað inn umsögn vegna draga að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum.

Landvernd lýsir almennri ánægju með að úrgangsmál landsins skulu tekin föstum tökum með setningu ofangreindra laga.

Landvernd vill taka fram að hún telur jákvætt að í lögunum sé bundið að ráðherra gefi út áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs enda fræðsla og forvarnir mikilvægasti liðurinn í að draga úr úrgangsmyndun (sbr. 5. gr. b liður (6.gr.) ). Einnig lýsir Landvernd ánægju sinni á að fræða skuli almenning um úrgangsstjórnun að höfðu samráði við ýmsa aðila enda heimilisúrgangur stór hluti heildarúrgangsmyndunar. Þó hefði slík áhersla mátt standa framar greinum um úrlausnir í úrgangsmeðhöndlun enda fyrsta skrefið í að takast á við úrgangsmál að draga með markvissum hætti úr úrgangsmyndun.Sértækar athugasemdir Landverndar má sjá í umsögninni hér fyrir neðan.

Lesa umsögn Landverndar

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.