Endurvinnsla ætti að vera okkar sísti valkostur. Komum frekar í veg fyrir myndun úrgangs, landvernd.is

Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Landvernd lýsir almennri ánægju með að úrgangsmál landsins skulu tekin föstum tökum með setningu ofangreindra laga. 

Landvernd hefur skilað inn umsögn vegna draga að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum.

Landvernd lýsir almennri ánægju með að úrgangsmál landsins skulu tekin föstum tökum með setningu ofangreindra laga.

Landvernd vill taka fram að hún telur jákvætt að í lögunum sé bundið að ráðherra gefi út áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs enda fræðsla og forvarnir mikilvægasti liðurinn í að draga úr úrgangsmyndun (sbr. 5. gr. b liður (6.gr.) ). Einnig lýsir Landvernd ánægju sinni á að fræða skuli almenning um úrgangsstjórnun að höfðu samráði við ýmsa aðila enda heimilisúrgangur stór hluti heildarúrgangsmyndunar. Þó hefði slík áhersla mátt standa framar greinum um úrlausnir í úrgangsmeðhöndlun enda fyrsta skrefið í að takast á við úrgangsmál að draga með markvissum hætti úr úrgangsmyndun.Sértækar athugasemdir Landverndar má sjá í umsögninni hér fyrir neðan.

Lesa umsögn Landverndar

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top