Gjástykki, landvernd.is

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp

Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis athugasemdir sínar við frumvarp til laga um ný náttúruverndarlög.

Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis athugasemdir sínar við frumvarp til laga um ný náttúruverndarlög. Umsögn Landverndar er um margt jákvæð, þó svo að samtökin telji að ganga mætti lengra í að tryggja vernd íslenskrar náttúru en hér gerð tilraun til að gera. Í umsögn samtakanna segir m.a. að frumvarpið feli í sér heildsteyptari og skýrari lagaumgjörð en við höfum áður haft um vernd íslenskrar náttúru.

Þá sér Landvernd ástæðu til að fagna sérstaklega ýmsum nýmælum í lögunum miðað við núgildandi lög og skerptum áherslum eða breytingum á öðrum köflum. Hér má nefna skýrari markmiðssetningu, kafla um meginreglur, aðlögun friðlýsingaflokka að alþjóðlegum viðmiðum, heimild til friðlýsingar heilla vatnasviða, viðbætur og breytingar á kafla um vernd jarðminja, vistkerfa, vistgerða og tegunda, kafla um framandi tegundir, akstur utan vega, vöktun náttúrunnar og bætt þvingunarúrræði stjórnvalda til að framfylgja lögunum.

Samtökin gera samt sem áður margvíslegar athugasemdir við frumvarpið.

Lesa umsögn Landverndar um nýtt náttúruverndarfrumvarp

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.